Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 20
MENNTAMÁL
130
markmiðum: annars vegar að veita menntun, sem geri
fólk fært um að mæta hinni verðandi þróun og hins
vegar að leitast við með uppeldislegum aðgerðum að hafa
hemil á þróuninni, — beina straumum tímans í æskilega
farvegi.
Einangraði skólinn er velþekkt fyrirbrigði í evrópskri
skólasögu, einkum þó á hærri skólastigum. Sjaklan hefur
áhrifnm hans á nemendur verið betur lýst en Stefán Zveig
gerir í ævisögu sinni (Veröld, sem var), þá er hann minnist
menntaskólaára sinna í Vín um síðustu aldamót: ,,í okkar
augum táknaði skólinn aðeins skyldu, leiða og ömurleika,
stofnun, þar sem maður varð að innbyrða einskisverða
þekkingu í afmældum skömmtum. Við fundum, að náms-
efnið var aðeins tilbúin skólavi/ka, sem ekkert kom rauri-
veruleikanum við og ekkert erindi átti til okkar á nokkurn
hátt. betta var útþvældur leiðinda-lærdómur, sem hin
gamla uppeldisfræði tróð upp á okkur vegna lærdómsins,
en ekki lífsins. Og hin eina, sanna hamingjustund, sem ég
á skólanum upp að unna, var þann dag, þegar ég lokaði
dyrum hans á eftir mér í hin/ta sinn — — — Skólinn var
aðeins dautt kennslutæki, sem aldrei tók tillit til nemend-
anna, en skráði í blindni „gott“, „dágott", „lakt“ eftir því,
hve mikið við uppfylltum af kröfum áætlunarinnar-----
Við urðum að læra það, sem okkur var fyrir sett, og síðan
vorum við prófaðir, en enginn kennaranna spurði nokkru
sinni um það á átta árum, hvað okkur langaði til að læra,
og sú uppörvun, sem hver ungur maður þráir á laun, var
aldrei í té Iátin.“
Á breytingatímum hættir tregðuskólanum til að verða
alltaf ol' svifaseinn. Randarískur sálfræðingur hefur af nokk-
urri kaldhæðni orðað þetta þannig, að það taki 50 ár að
vinna nýjum uppeldishugmyndum fylgi og (innur 50 ár
að hrinda þeim í framkvæmd innan skólans, — en þá séu
þær löngu orðnar úreltar.