Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 55
MENNTAMÁL
165
kennslu, ekki sízt ef nemendur standa á misjöfnu stigi. Til
að hjálpa tregum nemendum er kórlestur góð hjálp öðru
hverju. Þannig er gott að endurtaka framburð erfiðra orða
og ýmiss konar áherzlur. En kórlesturinn er ákaflega tak-
markaður sem æfing, þar sem hann byggir fremur á eftir-
líkingu en skilningi, og því ætti ekki að beita honum lengi
í senn. Duglegir nemendur kjósa heldur að glíma sjálfstætt
við verkefnin og gera kennaranum grein lyrir árangri sín-
um.
Hljóðlestur. Allt frá því er börnin verða sjálfbjarga í
lestri, jrurfa þau að fá að neyta kunnáttunnar á sjálfstæðan
liátt og samkvæmt eigin áhuga. Skilyrði þess er, að þau hafi,
Iræði í skólanum og heima, aðgang að nægilegum og lræfi-
legum bókakosti. Mjög er æskilegt, að í skólastofunni sé
dálítið safn úrvalsbóka fyrir börn og unglinga. Getur kenn
arinn þá Ieiðbeint börnunum um val lesefnis, en það er
mikilvægt, bæði sökum þess að barnabækur eru misjalnar
að gæðum, og hins, að ekki hentar öllum ætíð hið sama.
Hljóðlestur þroskar h;efileika barnsins til að einbeita hug-
anum, siikkva sér niður í viðfangsefni, vinna sjálfstætt, og
í annan stað eiga slíkar lestraræfingar í skólanum að miða að
því, að börnin temji sér heppilegar lestrarvenjur. Þar sem
hljóðlesturinn er sú Iestraraðferð, sem nemendurnir hafa
mesta þörf fyrir að nota síðar meir, ætti hann að vera vax-
andi þáttur námsins, eftir því sem börnunum vex liskur
um hrygg. Raddlesturinn er í meira mæli háður bekkjar-
kennslu; við hljóðlesturinn er á hinn bóginn fremur unnt
að taka tillit til mismunandi lestrarlærni nemenda og
þroska, en í flestum eða öllum bekkjardeildum er munur
nemenda mikill, eins og kunnugt er. í lrjálsum lestri skynja
börnin betur en ella þann tilgang lestrarnámsins að skyggn-
ast inn í heima bóknrenntanna; þess vegna er hann, þegar
rétt er á haldið, líklegur til að stuðla að því, að viðhorf þeirra
til bóka verði jákvætt. Þessu ætti skólinn að gefa gaum,
sér í lagi nú á tímum, þegar bókin á í vök að verjast í sam-