Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 81
MENNTAMÁL
191
að námsálagið væri of mikið í landsprófsdeild og I. bekk
menntaskóla. En með breyttum prófum og jafnari niður-
röðun námselnisins á skólaárin mætti bæta úr þessu. Einnig
þyrlti að sjá um, að námsefnið væri í samræmi við kröíur
tímans, og þá væri ekki síður nauðsynlegt að sleppa því úr-
elta en að bæta við því nýja.
Að lokum sagði dr. Matthías: „Aljrýða Tslands getur sent
miklu fleiri gáfaða nemendur í menntaskólana eða í aðra
æðri skóla án nokkurrar hættu á, að hún sitji el'tir bjargar-
laus.“
Erik Lorensen, námsstjóri. frá Danmörku:
Stúdentafjölgun og gáfnaforði.
Skortur á háski'ilamenntuðum mönnum er ennjrá meiri
í Danmörku en í nágrannalöndunum, sagði ræðumaður.
Stúdental jöldinn jiar var 4% af aldursárgangi á 5. tug aldar-
innar, óx fyrst hægt í (5% á (i. tugnum, en steig svo ört á
síðustu fimm árunum, un/. liann komst upp í 10% árið
1965. Þessi aukning svarar til jm'nmarinnar í Noregi og
Svíþjóð, en stúdentaljöldinn hefur jró allan tímann verið
tiltölulega minni í Danmörku heldur en í jressum löndum,
Jiar sem stúdentafjöldinn er nú 20(/, af árgangi.
Stúdentafjölgunina kvað Lorensen afleiðingu iðn- og
sjálfvirknibyltingar eftirstríðsáranna, en ekki tilkomna fyr-
ir tilverknað menntaskólans, sem helði engum hreytingum
tekið á þessu tímabili. Staða mannsins í iðnaðinum hefði
sem sé breytzt úr handverki i rannsóknar- og stjórnunar-
störf. Þessi þróun hefði krafi/.t aukinnar sérmenntunar og
jafnframt hefði skapa/.t almenn þörf fyrir betri menntun.
Breytingin hefði |m' ekki aðeins kallað á fleiri stúdenta; í
mörgum lönduin hefði hún einnig leitt lil þess, að almennt
skyldunám var lengt og bætt.
Þegnar í lýðræðisþjóðfélagi jaurfa að vera minnugir Jress,
sagði ræðumaður, að eina tryggingin gegn sérfræðingaein-