Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 59
MENNTAMÁL
169
sem eitt orð væri. Margir temja sér að tala hraðara en fram-
burðarleikni þeirra leyf ir, og gengur þá að vonum margt úr-
skeiðis. Mörgum útlendingum, sem hér hafa dvalizt við
íslenzkunám, þykir landsmenn tala illa og óskýrt. Sumir
neita því jafnvel, að íslenzk tunga sé hljómfagurt og greini-
legt mál, eins og hún sé ahnennt töluð.
Ritháttur barna veitir oft vitneskju um framburð. Kem-
ur það bæði til af því, að hljóðheyrn þeirra er yfirleitt næm-
ari en fullorðinna og hinu, að þau skrifa eltir framburði,
meðan stafsetningin er lítt þjálfuð. Þegar kennarar verða
varir við. stafsetningarvillur, sem augljóslega eiga rætur í
slökum eða röngum framburði, eiga þcir að snúa sér að leið-
réttingu framburðarins með rækilegum æfingum, og mun
stafsetningin þá lagast af sjálfu sér. Skulu nú tilgreind nokk-
ur atriði af þessu tagi.
1) Þar sem tvöfaldur samhljóði stendur í áherzluatkvæði
milli sérhljóða, er í vönduðu máli borið fram langt sam-
hljóð. Dæmi: vegginn, fyrri,vÍ7ina. Nú verður þess stundum
vart, að börn skrifa einfaldan samhljóða í þessutn orðum
og öðrum, sem hlíta sömu reglu, ]r. e. a. s. vegin, fyri., vina.
Má þá gera ráð fyrir, að þau hafi lært og tamið sér að bera
fram stutt samhljóð í þessari stöðu.
2) Algengt er, að skólafólk, bæði í barnaskólum og fram-
haldsskólum, ruglist á forsetningunum af og að. Ruglinginn
má kenna því, að börnin hafa ekki heyrt mun þessara orða i
framburði, þegar þau lærðu að tala. Hjá mjög mörgum eru
þessi orð aðeins a í framburði. Sama máli gegnir um orðið
auðvitað, sem tnargir nemendur rita auðvita.
M) Stutt tvíhljóð verða stundum að einhljóðum. Breytist þá
œ /aí/ í a, t. d. í orðunum lœkka, luekka; ei /eí/ verður á
sama hátt að e, t. a. m. í orðunum reyndi, breidd. Þá verður
d /aú/ að a í orðum eins og hjálp, jdrn, og ó /oú/ verður o,
t. d. i gólf, fólk. Hér er breytingin í því fólgin, að síðari
hluti tvíhljóðsins hverlur, enda er hann hljómminni í ís-
lenzkum tvíhljóðum. Breytingin á au er með nokkuð öðr-