Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 9
MENNTAMAL
119
Baldvin Einarsson stofnar til útgáfu Ármanns á Alþingi
1829 og reynir þar að’ kynna þjóðinni hagnýta búnaðar-
hætti. Hann notar eins konar söguform í því skyni að gera
þessa iræðslu sem aðgengilegasta. Baldvin taldi menntun
alþýðu og aukna almenna fræðslu vera undirstöðu þess, að
íslendingár gætu hlotið sjálfstæði.
Þótt þeir þættir í baráttu Fjölnismanna, sem mesta at-
hygli hafa vakið, beindust einkum að fagurfræðilegum
efnum, höfðu þeir félagar eigi að síður opin augu fyrir
umbótum á öðrum sviðum. Tómas gerði víðreist um
Evrópu í þeim tilgangi sérstaklega að gefa gætur ýmsum
þáttum úr verkmenningu annarra þjóða, sem íslendingum
mættu að gagni koma. — Fjölnismenn boðuðu aukna
menntun ekki aðeins sem leið til fegurra lífs, heldur einnig
til betri afkomu.
Við umræður á Alþingi 1859 unr stofnun barnaskóla
í Reykjavík, fórust Jóni Sigurðssyni sv<) orð í þingræðu-
„Mér þykir það merkilegt, að nokkur menntaður maður
skuli segja, að barnaskóli sé þrældómsmerki á enni manna
------Það er álitin hvers lands hin fyrsta nauðsyn að hafa
skóla og kennslu handa börnum-----— Vér tölum ekki um
að stofna skóla undir sérstökum kringumstæðum, heldur
skóla, sem á að standa um langan aldur; um þetta er ekki
til neins að ganga fyrir hvers manns dyr og fara að leita
atkvæða um, hverjir vilji hafa skóla eða ekki; það gengi
næst því að lara að spyrja börnin sjálf og leita atkvæða
þeirra um, hvort þau vilji lara í sk<')la eða ekki. Ef nauð-
syn er á barnaskóla, þá þarf ekki mcira; þá er sjálfsagt að
stofna skólann."
Marga fleiri 19. aldar menn mætti nefna, sem gerðust
sáðmenn þeirrar hugsjónar að auka almenna menntun og
þekkingu landsmanna, þjóðinni til andlegra og efnalegra
lramfara. En tíminn var ekki fullnaður. Heil kynslóð, mót-
uð af hinum gömlu þjóðfélagsháttum, þurfti enn að ganga
til grafar, áður en akurinn stæði fullþroska til uppskeru.