Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 72
182
MENNTAMÁL
að námsefni þeirra er ósamræmt, eins og áður er sagt. Flest-
ar einkunnir voru á bilinu 1—4, en fáir náðu einkunninni 7
eða meira. Könnunin veitir því litla vitneskju um náms-
árangur síðastliðinn vetur, en a£ lienni er ljóst, að náms-
ef'nið er m jög á reiki, og að sjálfsögðu gefur hún nokkuð til
kynna um þekkingarástand gagnfræðinga varðandi þau at-
riði, sem pröfuð voru, ef þeir haf'a reynt að leysa þau sam-
vizkusamlega. En allar kannanir af þessu tagi eru því háð-
ar. Skal nú vikið að einstökum atriðum verkelnisins og úr-
lausnum þeirra.
Flestir gerðu beygingarfræðinni nokkur skil. Er það að
vonum, því að engin bók rnun meira né oftar lesin á gagn-
f'ræðastigi en málfræði Björns Guðfinnssonar. Virðist mér
beygingum orða betri skil gerð en greiningu. Á hinutn erf-
iðari atriðum hennar hafa Jressir nemendur yfirleitt rnjög
lítið vald og má af því ráða, að þeir hali lítil not af fram-
haldsnámi í málfræði eða endurlestri hennar.
1 sumum gagnfræðaskólum er setningafræði ekki lesin,
en í öðrum skólum er talsverð stund á hana lögð. Hér virð-
ist. verkefnið hafa verið helzt til þungt, a. nr. k. ráða nem-
endur illa við það. Ef niðurstöðuna má marka, er setninga-
Iræðin hér of Jrungt námsefni, eins og hún er lögð lyrir í
kennslubókum. Að mínum dómi ætti aðeins að kenna frum-
atriðin, og í setningagreiningu ætti að leggja áherzlu á
greiningu í aðalsetningar og aukasetningar. Flokkun auka-
setninga skiptir minna máli.
í sögulegri hljóðfræði var pról'að í klofningu, i-hljóð-
varpi og hljóðskiptum. Af úrlausnunum virðist rnega ráða,
að þessi atriði hal'i víðast tilheyrt námsefni nemenda, cn
árangurinn er misjalii eftir skólum, svo að grunur vaknar
um mismunandi kennslu. Eltir úrlausnum í sumum skól-
um að dærna eru Jrau sæmilega viðráðanleg, en í öðrum
virðast Jjatt nemendum mjög óljós. I kennslubókum eru
þessi atriði fremur lítið skýrð, svo að mest veltur á kennsl-
unni og æfingunni.