Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 124
234
MENNTAMAL
af uppbyggingarstarfi Bolsivikkaflokksins frá því hann t<>k
við völdum í Iandinu. Lenín ritar á einum stað, að mennt-
un sé höfuðmótunarafl hvers borgara í lýðveldi, og án þess
sé engin pólitík hugsanleg. I skjóli menntunarleysis þróast
barbarískir stjórnarhættir. — í skólunum kynnast nemend-
ur bókum, sem flytja þeim skoðanir <jg hugsjónir klassískra
höfunda, þeir venjast á að rýna í ldutina, þeir þroska
smekk sinn og dómgreind. Við þetta bætist, að háskóla-
menntun er eina leiðin til frama. Það má því með nokkr-
um rétti kalla skólana gróðrarstíu nýrra hugmynda og hug-
sjóna, hversu sem yfirvöldin reyna að innræta nemendum
undirgefni. Það sannast því á, sem Goethe segir, að „man
erzieht sich nur Rebellen“ (Faust, II, 2).
12. Niðurlag.
Ég hef séð það haft eftir hinum bandaríska uppeldis-
fræðingi, dr. ]. B. Conant, að „uppeldisstarf sé ekki útflutn-
ingsvara.“ Sérhvert land verður að móta skólakerli, skóla-
starf og uppeldishætti sína samkvæmt eigin þörfum. Ég get
þó ekki Játið hjá líða að draga nokkrar ályktanir af frarn-
anrituðu máli um skólakerfi Sovétríkjanna.
Einn helzti kostur þess er að mínum dómi sá, hversu það
einbeitir sér að því, að tileinka nemendum undirstöðuat-
riði hinna nauðsynlegustu vísindagreina nútíma þjóðfé-
lags. Allri óþarfa þekkingu, stagli og puði við innantóm
þekkingaratriði er fleygt burt, en athyglinni beint að þeirn
þáttum nútíma vísinda, sem atvinnulíf og menning byggir
á. Þá er og lögð mikil áherzla á kennslu móðurmálsins.
Ef við íslendingar ætlum að halda áfram að lil'a sem þjóð,
verðum við á næstu árum að stórauka og margfalda allt
vísindastarf. Atvinnuvegir þjóðarinnar munu á næstu árum
þarfnast mikils fjölda vísinda- og tæknimenntaðra manna.
Með það í huga verður að strika út af námsskrám skólanna
mikið af ónauðsynlegu þekkingarhrafli og endurskoða og