Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 97
MENNTAMÁL
207
Magnús Gislason fil. lic., ndmsstjóri:
Kvöldvakan og hlutdéild hennar í íslenzku þjóðaruppehli.
Ræðumaður hóf mál sitt á frásögn Sturlungu um heim-
sókn Þorgils skarða að Hralnagili fyrir nær 700 árum og
skemmtan þeirri, sem honum var húin um kvöldið. Hann
gat þess, að slíkar kvöldskemmtanir hefðu verið tíðkaðar hér
á landi allt frá söguöld og fram á þá 20. Síðan sagði hann
frá húsaskipun á íslenzkum sveitabæjum til forna og lýsti
þróun og búnaði baðstofunnar gegnum aldirnar. Þá gerði
ræðumaður skilmerkilega grein fyrir búnaðarháttum, og
kom þá ghiggt í Ijós, hve ullárvinnan á veturna var snar þátt-
ur í hagskipan búsins og hve eðlilega hún tók við af úti-
störfum sumarsins.
Magnús lýsti ýtarlega siðum og venjum í sambandi við
kvijldvökuna og dró upp lifandi myndir af haðstofulífinu :í
vökunni, hyggðar á heimildum frá ofanverðri 10. öld.
Hinum andlegu iðkunum kviildvökunnar skipti ræðu
maður í þrennt: munnlegar frásagnir, upplestur úr hókum
og andakt. Hann gerði síðan nánari grein lyrir hverjum
jxettinum fyrir sig og áhrifum þeirra á uppeldið og menn-
ingu þjóðarinnar. Hann ræddi um innhyrðis tengsl heim-
ilisfólksins, hið nána samhand Inishænda og hjúa og hlut-
verk fóstrunnar í uppeldinu. F.innig gerði hann grein fyrir
því, hvernig staða sveitabýlisins sem sjálfstæðrar hagiænnar
einingar innan þjóðfélagsins, þar sem hvert hú kappkostaði
að framleiða sjálft sem flestar nauðsynjar sínar, orkaði á
lífsviðhorf fólksins og leiddi til aukins jnoska.
Magnús lagði áher/.lu á ]>að, að j)rátt lyrir ýmiss konar óár-
an og kröpp kjör, fámenni og einstæöingsskap hefði mikil
samheldni ríkt í hinum smáu samfélögum böndabæjanna,
enda hefði þjóðaruppeldið mótazt af félagskennd. Þessi sam-
heldni hefði síðan eflt heimilin og glætt íslenzka |)jóðernis-
kennd.
„íslenzkt uppeldi og alþýðumenntun, — íslenzk menning-