Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 8
118
MENNTAMAL
til 1880, að lítill hluti kvenna var sæniilega sendibréfsfær
hér um Borgarfjörð.“
Tökum enn eitt dæmi.
Árni Gíslason, sýslumaður á Kirkjubæjarklaustri var
um 1880 ríkasti fjáreigandi í landinu, átti þá um 1800 fjár.
Hann var Iatínumaður svo ágætur, að á Hafnarárum sín-
um gerði hann sér stundum leik að því að þýða á latínu
langa lögfræðifyrirlestra, er hann hlýddi á. Ætla má, að
hans heimili, þar sein saman fóru auður og menntun, hal'i
uppvaxtarskilyrði unglinga verið betri en almcnnt gerðist.
Sonur hans, Skúli, sem síðar varð um iangt skeið læknir
Árnesinga, lýsir námi sínu til fermingaraldurs (1879) í af-
mælisviðtali (Mbl. 10. ágúst 1940) þannig: „Fræðslan í
uppvextinum var lítil. Lærði að lesa og svo kvcrið undir
ferminguna. Skrift var ekki kennd. Eg lekk umslög h já föð-
ur mínum að krota á með blýanti. En þegar ég kom til sr.
Sæmundar í Hraungerði til þess að læra undir skóla, þá var
það eitt af því fyrsta, sem ég sá, að ég hafði byrjað öfugt ;í
að draga upp marga stafina í skrilletrinu. Við vorum 19,
sem fermdumst saman. Daginn áður en við vorum fermd,
spurði presturinn okkur að jrví, hve mörg við værum í
hópnum, sem kynnum að skrifa nafnið okkar. \'ið vorum
fimm, sem reyndum jrað.“
Þannig mætti lengi halda áfram að tel ja fram dæmi úr
miklum fjölda heimilda. Þau benda til jæss, að allt fram
undir síðustu aldamót eða lengur skorti mikið á, að kunn-
átta í skril't, hvað Jrá reikningi, væri almenn, þótt svo ætti
að heita, að flestir væru læsir.
Sdðmenn og seintekin uppskera.
Margir ungir menntamenn á 19. öld gerðu sér ljóst, að
eymdarkjör þjóðarinnar voru ekki eingörigu slæmu stjórn-
arfari og harðærum að kenna, heldur einnig menntunar-
skorti og bágborinni verkmenningu.