Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 92
202
MENNTAMÁL
araskólarnir, sérgreinakennaraskólarnir og háskólarnir
(Kennaraháskólinn í Þrándheinri á að sameinast háskólan-
um þar). Margar leiðir liggja að kennaranáminu. Inntöku-
skilyrði í kennaraskóla er minnst eitt ár að loknu 9 ára
skyldunámi eða stúdentspróf, en í háskóla stúdentspróf eða
tilsvarandi. Hér bætast við sérgreinakennaraskólar af ýmissi
gerð, cn gert er ráð fyrir, að menntunarstig að afloknum
slíkum skóla sé á borð við hinn almenna kennaraskóla. Und-
irbúningur undir slíkan skóla getur verið iðnmenntun af
ýmsu tagi. Loks geta háskólapróf ýmiss konar og tækni-
fræðipróf orðið grundvöllur adjunkts eða lektorsgráðu með
vissu viðbótarnámi.
Allar þessar leiðir tryggja greiðan aðgang að kennarastarfi,
enda er nú mikil aðsókn að kennaraskcjlunum og kennslu-
deildum háskólanna í Noregi. Vafalaust hefur hinn aukni
stúdentafjöldi Iíka áhrif á þetta. Samband er á milli aðsókn-
ar að kennaranámi og álits þess, sem kennslustarfið nýtur í
þjóðfélaginu, og er hér aðeins átt við heilbrigt mat á þeim,
sem kann sitt verk og leysir það vel af hendi. Staða kennar-
ans í þjóðfélaginu hefur breyt/t mikið á síðari árum. Aður
var það svo, að kennarinn var iðulega sá maður í skóla-
hverfinu, sem rnesta þekkingu hafði á ýmsum sviðum. En
nú er þetta breytt, nú er alltaf til staðar einhver sérfræðing-
ur, sem býr ylir meiri þekkingu en kennarinn. Þó er það
eitt svið, sem kennarinn veit nteira um en aðrir, og það er
kennsla og uppeldi barna og unglinga. Allir forcldrar vita,
að þetta er erfitt viðfangsefni, og þessvegna stendur eðli-
legur Ijómi af þeim, sem gert hefur þetta að lífsstarfi sínu
og sýnir, að hann veldur því. Ef kennarar mennta sig vel á
pedagogiska sviðinu, sem er þeirra sérgrein, mun virðingin
fyrir kennslustarfinu haldast og jafnvel aukast, þrátt fyrir
hina öru þróun á öllum sviðum.
Inntak kennslustarfsins er að ala upp og mennta hvern
einstakling í samræmi við eðli hans og hæfileika, og að þessu
marki verður öll kennaramenntun að stefna. Kennaraefnió