Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 100
210
MENNTAMÁL
hin dýru tæki, sejn eru höfuðatriðið, heldur hitt, hvert efnið
er, sem í þau er látið, og hvernig með það er farið.
Guðmundur Arnlaugsson, dósrnt:
Nýjar leiðir í stærðfræði- og eðlisfræðikennslu.
í dag er stærðfræði- og eðlisfræðikennslan í byltingar-
kenndri framþróun, sagði ræðumaður. Stærðfræðin liélt sæti
sínu í innsta hring skólans í 2000 ár tiltölulega róleg og með
óvenjulegri staðfestu. Kn um miðja þessa öld fór að brydda
á óánægju og gagnrýni beggja megin Atlantshafsins. Rann-
sóknir og tilraunir voru settar af stað, og að því loknu samd-
ar nýjar kennslubækur, sem nú er sem óðast verið að taka
í notkun samfara breyttum kennsluaðferðum.
Ræðumaður lýsti því næst gangi þeirra mála í Bandaríkj-
unum og F.vrópu. Stærðfræðin hefur aldrei verið jafn lifandi
og virk vísindagrein og einmitt nú, hélt Guðmundur áfram.
Vaxtarmagn hennar má ráða af því, að síðustu hundrað árin
hafa komið fram fleiri stærðfræðinýjungar en á öllum ferli
mannkynsins frá upphafi vega og til þess tíma. Sérstaklega
hefur þróunin verið ör í hagnýtum greinum stærðfræðinn-
ar, enda hafa hinar almennu lramfarir í vísindum og tækni
örvað þessa þróun. Á sífellt fleiri sviðum er vísindaleg hugs-
un orðin háð stærðfræðilegum þankagangi og aðferðum,
sama gildir og um hvers konar tækni.
Guðmundur vék síðan að eðlisfræðinni og sagði, að staða,
innihald og framsetning eðlisfræðinnar í skólanum hefði
einnig verið lagt á vogað undanförnu. Námsefni og kennslu-
aðferðir hefðu verið léttvægar fundnar og síðan unnið
að endurskipulagningu hvors tveggja. Sagði ræðumaður því
næst frá nýjungum á þessu sviði, en hélt svo áfram: Það er
áberandi einkenni þessara nýju aðferða, að eðlisfræðin er
kynnt sem lifandi þáttur menningarinnar, en ekki samsafn
staðreynda. Hin eðlisfræðilega heimsmynd nútímans er
einn af stærstu sigrum mannsandans. Eðlisfræðin hefur rutt