Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 66
MENNTAMÁL
176
kera að lesa með tilteknum framburð'i eða temja sér hann í
daglegu tali. En hið fyrra er forsenda hins síðara, og það
er trú mín, að framburðarkennsla hafi varanlegra gildi en
margt annað nám, sem bæði kostar meira fé og fyrirhöfn.
I Kennaraskólann koma einstöku sinnum nemendur lir
Reykjavík, sem reynast kunna full skil á harðmæli, en hafa
jió ekki dvali/t með harðmæltu fólki, svo að’ neinu nemi.
Við nánari eftirgrennslan hefur komið í ljós, að jreir hafa
numið harðmælisframburð í barnaskóla.
Kv-frambiirður. Hann hefur orðið til við jtað, að upp-
gómnuelt, óraddað önghljóð hefur breyt/t í lokhljóð. Hverf-
ur j)á framburðarmunur orða eins og hver og hver, livalir
og kvalir. Með útbreiðslu kv-framburðar er íslenzkan smátt
og smátt að verða einu hljóðasambandi fátækari. „Fyrir svo
sem 200 árum voru ekki nema örfáir Islendingar, ef nokk-
urir voru, sem sögðti kvítur og kvalur og kvass," segir jón
próf. Helgason. „En sá ósómi heliir síðan farið um landið
eins og eldur í sinu. Fyrst æddi hann yfir Vesturland og
Norðurland, síðan stiikk hann yfir heil héruð og hremmdi
Reykjavík (samkvæmt þeirri ráðstiifun forlaganna, að í þeim
stað skuli jafnan aðhyllzt sú málvenja sem sí/.t sé til eftir-
breytni). Á síðustu árum hafa Borgarfjarðardalir, Hval-
fjarðarstrcind, Kjós og í annan stað Austfirðir, óðum verið
að’ bugast. Nú gína kjaftarnir beggja vegna um Suðurland,
og skiptir ekki nema fáum áratugum unz allt landið er
gleypt, enda ekki sýnilegt að neinum detti viðnám í hug.“’)
Samkvæmt núgildandi námsskrá hafa kennarar heimild til
að láta nemendur æfa hv-lramburð í stað kv-framburðar og
eru raunar beinlínis hvattir til þess. Ættu kennarar á hv-
svæðinu og blendingssvæðum (j). e. Suðurlandi, Suðvestur-
landi og Austurlandi), sem þekkingu hafa á þessu atriði, ekki
að láta sitt el'tir liggja, því að allar líkur eru á, að með sam-
stilltu átaki skólanna sé unnt að’ hefta frekari útbreiðslu
1) Handritaspjall, Reykjavík 1958, bls. 18.