Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 74
184
MENNTAMÁL
þannig hagað, að frumatriðin kæmu fram ásamt þyngri at-
riðum, ef þekking og þjálfun væri fyrir liendi.
Við könnunina kom í ljós, að bragfræði er sums staðar
ekki kennd, og létu því margir nemendur þetta atriði óleyst.
Annars eru úrlausnirnar mjög misjafnar eftir skólum.
Frammistaðan í sumuni skólum gefur til kynna, að þetta
námsefni sé viðráðanlegt, ef vel er á haldið, en mjög víða
virðist nemendur skorta bragheyrn, svo að þeir skynja t. d.
ekki stuðlunina í þessari Ijóðlínu: ,,Vinur aftansólar sértu".
Líklegt má tel ja, að bragfræðinámið þyrfti að tengjast ljóða-
lestrinum fastar. í sambandi við hann ætti a.m.k. að rifja
upp undirstöðuatriðin, sem kennd eru á unglingastiginu,
hvort sem bragfræðin er kennd sem sérstök námsgrein eða
ekki.
Um könnunarprófið á sviði bókmennta og bókmennta-
sögu verður fátt eitt rakið hér, þar eð út úr því kom mjög
lítið. Ekki þótti fært að prófa nákvæmlega í texta, þar sem
námsefnið er ósamræmt. Voru verkefnin því að mestu bók-
menntasöguleg, og aðaláherzla lögð á bókmenntir síðari
tíma m. a. vegna þess, að þar er völ á kennslubók við hæfi
viðkomandi nemenda. Auk þess voru tekin fáein atriði úr
fornbókmenntum, sem höfða til almennrar menntunar mið-
að við íslenzka bókmenningu, t. d. um frægar persónur úr
íslendingasögum. Má geta þess, að sem svar við því, í hvaða
sögum um tilteknar persónur væri fjallað, tilgreindu mjög
margir tiltekna kafla úr Sýnisbók íslenzkra bókmennta, en
nefndu ekki sögurnar sjállar. Má því vel vera, að þeir hal i
misskilið spurninguna. En grunur vaknar um það, að lestur
sýnisbóka einna saman sé ólullnægjandi bókmenntakynn-
ing, nema jaínframt sé gerð sæmileg grein fyrir verkunum
í heild. Hygg ég, að lestur heilla verka verði minnistæðari
og veki fremur áhuga. Urlausnir í bókmenntasögu voru víð
ast hvar fátæklegar, og má e.t.v. kenna því um, að víða er
bókmenntasagan iesin í 3. bekk og ekki rifjuð upp síðan.
Sums staðar hefur hún ekki verið lesin. Ég vil þó geta þess,