Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 105
MENNTAMÁL
215
ið gerðar með að kenna börnum á iorskólastigi byrjunar-
atriði í erlendum málum.
Helztu vandamál forskólanna eru þau, að börn, sem þá
bafa sótt, eru í miklu iretri aðstöðu, þegar í barnaskólana
kemur, lieldur en iiin, sem hefja sína skólagöngu í barna-
skólunum og hafa aldrei í forskóla komið. Auk þess eru
erfiðleikar á að fá sérhæft starfslið til starfa í forskólum.
Fóstrur eru nú llestar með miðskólamenntun, annað hvort
almenna eða kennaraskólamenntun.
2. Hinn almenni barna- og miðskóli.
Höfuðþátturinn í skólakerfinu öllu er hinn almenni
barna- og miðskóli, og er þá átt við hinn almenna barna-
skóla á skyldunámsstigi, miðskóla með verknámi, miðskóla
fyrir vinnandi unglinga, auk almennra skóla fyrir full-
orðna og sérskóia fyrir fötluð börn, erfið börn og vangefin.
Meginhluti nemenda sækir ltina almennu skóla, sem veita
aðgang að æðri menntastofnunum.
Skipta má þessu skólastigi í þrjá áfanga: Fyrst fjögurra
ára barnaskóli, og síðan fjögur ár í viðbót (5.-8. bekkur).
Með prófi upp úr 8. bekk lýkur skólaskyldu. Þriðji áfangi
er svo þriggja ára miðskóli. Flestir miðskólar eru ætlaðir
nemendum, sem ekki vinna, en einnig eru til kvöldskólar
og bréfaskólar, ætlaðir vinnandi nemendum, svo og heima-
vistarskólar. Allir hafa þessir skólar sömu námsskrá og
veita sömu réttindi. Einnig eru starfræktir skólar (8.-8.
bekkur) fyrir fullorðna, og verður svo meðan þeirra gerist
þöri'.
Sérskólar hafa aðra uppbyggingu. Þannig er skyldunám
fyrir heyrnarlaus börn 9 ár, en miðskólanám 4 ár. Blind
börn eru 11 — 12 ár að ljtika miðskólanámi.
í Evrópu iiefur hinn almenni skóli yfirleitt iteinzt
að hugvísindum, húmanistík, einkum á miðskólastigi
(menntaskólar, latínuskólar).
í Sovétríkjunum hefur ekki alltaf ríkt sama stefna gagn-