Menntamál - 01.08.1965, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL
123
og að vita skil á náttúru íslands, legu landa í Norður-
álfu og niðurskipan heimsálfanna á hnettinum. Áttu nenr-
endur í þvi sambandi að kunna að nota landabréf. Þá skyldi
einnig kennt um merka íslendinga, einkurn á seinni öld-
um, nokkur ættjarðarkvæði numin og einföld sönglög.
Þar scm fastir skólar voru, átti að kenna meira í landa-
fræði og auk þess Islandssögu og náttúrufræði.
Með tilkomu fræðslulaganna 1907 verða þessar megin-
breytingar á uppfræðslu barna og unglinga: Tiltekin
fræðsla er lögboðin og krafizt er miklu meiri kunnáttu og
á fleiri sviðum heldur en áður liafði tíðkazt. Öll börn
skyldu hljóta þessa lræðslu og íá til þess sem jafnasta að-
stöðu, eftir því scm við yrði komið.
Samhliða var með tilkomu Kennaraskólans samræmd
menntun kennaranna og tryggt, að í því efni værtt upp-
fylltar ákveðnar krölur.
íslendingar búa að verulegu leyti enn þá að fræðslulög-
ttnum frá 1907. í meginatriðum hafa ekki orðið stórstígar
breytingar á framsetningu kennslunnar, inntaki og magni
námsefnisins eða áraugri námsins. Markmið og leiðir skól-
ans eru að mestu óbreytt. Aðalmunurinn liggur í leng-
ingu námstímans, sem gerir fært að komast nokkru lengra
eftir hinum troðnu slóðum fremur en að lagt hafi verið inn
á aðrar nýjar.
Helz.tu breytingarnar, scm orðið hafa á fræðsluskipan
frá setningu fyrstu fræðslulaganna, eru þessar: Skólasókn
byrjar yfirleitt við 7 ára aldur. Árlegur námstími hefur
víða lengzt. Með fræðslulögunum lrá 1946 var skólaskylda
lengd um eitt ár, til 15 ára aldurs, og hefur það kornizt í
framkvæmd í kaupstöðum. Þá var skólakerfið einnig gert
samfellt, þannig að próf frá einu skólastigi giltu til inn-
töku á annað. Verknámsákvæði laganna lrá 1946, sem lólu
í sér aðalbreytinguna frá fyrri skipan, hafa lítt komið til
framkvæmda.
Með fræðslulögunum frá f907 og Iramkvæmd þeirra