Skírnir - 01.01.1917, Blaðsíða 73
66
Frú Teresa Fenn.
[Skírnir
dóttir mín«, sagði hann loksins, sté fram og leysti sjálfur
böndin af hinum h v í t a m a n n i, og lagði hönd dóttur
sinnar í hönd hans. »Njóttu vel, dóttir góð«, bætti hann
við, »en mundu það, að þú verður aldrei drotningin á
Norðurljósa-eyjum, því eg sver þess minn síðasta eið, og
hinn dýrasta, að þið skuluð aldrei úr ríki mínu fara,
hvorki lifandi né dauð«.----------Og svo liðu tímar fram.
Vetur kom eftir sumar, og sumar eftir vetur. Ikorninn
safnaði vetrarforða á haustin, elgurinn feldi hornin, og
refurinn gróf sig í fönn. Og Vanda kóngsdóttir og
hinn hvíti maður unnust hugástum; þau bjuggu í hinu
konunglega wigicam, áttu eina dóttur barna, og náðu
hárri elli. — Og Vanda sagði dóttur sinni þessa sögu, og
hún sagði hana aftur sinni dóttur. Og þannig barst sag-
an frá móður til dóttur, alla leið niður til frú Teresu Fenn.
---------En sögunni er ekki alveg lokið. Eitt litið atriði
er ennþá eftir, og það er svona: Einhverju sinni bar það
við, nokkru áður en hinn h v í t i m a ð u r dó, að þrir
tugir fölleitra manna komu þar á land, og báðu Indíánar
hann (hvíta manninn) að komast að erindi þeirra. Sat
hann á tali við þá lengi dags, og fékk liann einum þeirra
að skilnaði litla Indíána-öxi (tomahawlc). Gekk hann síðan
heim til konu sinnar og var am tima á eftir þögull og
þungbúinn. En ókunnu mennirnir hurfu, og vissi enginn,
hvað af þeim varð. — Flaug nú saga sú um alt Míkmaka-
land, að menn þessir hefðu verið samlandar hins hvíta
m a n n s, og hefðu þeir verið að leita að honum og viljað
endilega fá hann heim með sér, en hann ekki viljað fara
frá konu sinni og dóttur. Og hafði hann sent Indíána-
öxina heim til bróður síns á Korðurljósa-eyjum með þeim
ummælum, að liún skyldi vera geymd þar af ættmönnum
lians, og ganga eins og annað erfðafé mann frá manni í
þeirri ætt, þangað til hennar (axarinnar) yrði vitjað af
þeim afkomanda hans, sem af sjálfum sér lærði að mæla
á tungu sinna hvítu forfeðra; og mundi sá hinn sami fram-
vísa svipaðri öxi, þegar hann kæmi.-----------Og svo liðu
tímar fram. Vetur kom eftir sumar, og sumar eftir vetmv