Skírnir - 01.01.1917, Blaðsíða 110
'Skirnir] Um heiti hljóðfæra og önnur hljómfræðisorð í íslenzkn. 103
Eg kann ekki við orðiS »nóta« um »tasto« (tangent er rang-
nefni). Nóta merkir annars tóntákn eins og í öðrum málum, og
er þess vegna óheppilegt og óhentugt að hafa það um alt annað.
■Eg. Bting upp á »tasti,« sem getur orðið alíslenzkt orð. Nóta er
líka iif útlendum uppruna. »Tastiera« (klaviatur) væri þá rétt að
kalla »tastaborð.«
Eftir er mannsröddin, sem eiginlega er einskonar blástur-
hljóðfæri. Henni er alment skift í b a s s o (primo basso og se-
•cundo basso), baritono (basbariton og tenorbariton), t e n o r e
(primo tenore og secundotenore), alto (þegar þessi rödd er mjög
•djúp er hún kölluð contralto) og soprano (primo soprano
og secundo soprano eða mezzo soprano).
Heiti þau sem notuð eru í »N ý dönsk orðabók« eru
ekki góð. Að kalla tenore og alto milliraddir er miðnr hent-
ugt, þar sem t e n o r e er hæzta röddin í karlakór, a 11 o d/psta
röddin í kvennakór. Aðeins í »ósamkynja kór« eru þær milli-
•raddir. Betra að viðhafa ítölsku heitin, en að íslenzka þau sem
framast má verða. Á ítölsku eru þau öll karlkend, og færi bezt á
■því að karlkenna þan líka á íslenzku; enda eru orðin bassi og
tenór þegar karlkend. Heitin myndu þá verða þessi: Bassi
(undirb. og yfirb.) — h á b a s s i (basbariton), djúptenór
(tenorbariton) — tenór — alti (djúpalti = contralto) —
sópraai (djúpsóprani).
Það að einn syngur, má kalla »e i n s ö n g« og lagið »e i n-
söngslag«. Só hinsvegar leikið á eitt hljóðfæri má kalla það
»einslátt« og »einsláttarlag«. Manninn, er sycgur
má kalla »einsöngvara« (solist), hljóðfærið »e i n -
sláttar-hljóðfæri«. Duetto verður þá » t v í s ö n g -
u r «, » t v í s ö n g s 1 a g «, » t v í s 1 á 11 u r « o. s. frv. Terzetto
;» þ r í s ö n g u r «, t r i o » þ r í s 1 á 11 u r « o. s. frv. Quartetto
»fersöngur« og » f e r s 1 á 11 u r « o. s. frv., quintetto
»fimsöngur«, sextetto »sexsöugur«, septetto »sjösöngur,
octetto »áttasöngur«. Mennirnir, er syngja tvísöng, eru tvf-
söngvarar; menn, er syngja þrísöng, mynda þrísöngsflokk,
menn, er syngja fersöng, mynda fersöngsflokk o. s. frv.1) og
líkt má segja nm hljóðfærin : þrísláttarflokk o. s. frv. Þegar fleiri eru
íjöngvarar en 8, eru þeir kór, þegar fleiri eru hljóðfæri, mynda þau o r -
U E. t. v. eru heitin söngþrímenningnr, söngfjór-
ffleniiiignr o. s. frv. enn betra.