Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 8

Skírnir - 01.04.1920, Side 8
86 Vizka hefndarinnar. [Skírnir þetta kvöld, og eg hefi fundið að þær voru ekki síður mannlegar, þó að þær væri ægilegar. Hvíta stúlkan, sem kemur þarna á móti honum, hún er ekki að eins mann- leg vera, hún er freistingin í mannlegri mynd. Hún er freistingin á göngu. Hún ber með sér það gjald, sem hefir verið lagt til höfuðs honum og hans kynbræðrum. Þetta, hvíta hörund, einn koss af þessum vörum, eitt faðmlag við þennan líkama — það er hnossið, sem verður ekki höndlað. Og þarna gengur hún. Enginn sá þau. Nú eða aldrei á hann kost á að kanna þann unað, sem er metinn svo dýrt, að fullnæging þess unaðar heiintar blóð hans. . . . Hörundið hvíta verður hvítara; hann stenzt ekki freistinguna. Hann tekur konuna í faðm sér. Og þegar hann sleppir henni, flýtir hún sér burt. Hingað til hefir athöfn hans verir stjórnað af tilfinningunni einni, nú vaknar hugsun hans. Konan, sem hleypur frá honum, hleypur með dauðadóm hans í hverju fótmáli. Ef hún kemst burt og segir frá — hann nemur staðar í miðri hugsun, hann strýkur hendinni um hnakkann, hann finnur þegar til reipisins um háls sér. Ef hann á að geta bjargað lífi sínu, verður hún að deyja. Hann á dauðann vísan, ef hún lifir. Það eru líkur til hann lití, ef hún deyr. Hann treystir þessum líkum. Og hann þýtur á eftir henni, leggur rýting sínum í hjarta hennar og grefur lík hennar. En eins og eg sagði áðan: svona hugsaði eg ekki þar setn eg sat í vagninum, tíu ára gamall, við hliðina á föður mínum. Þá var »morðingi* óttalegasta orðið í mál- inu, og barnshugurinn reyndi örvona og árangurslaust að samrýraa þá hugmynd við allar þær mannlegu þjáningar, sem eg hafði lesið í ásjónu hans. Við höfðum naumast ekið helminginn af leiðinni, þegar við komum auga á stóra mannþyrpingu framundan okkur, ekki meira en steinsnar frá veginum. Faðir minn vildi vita, hvað um var að vera, og við stigum út úr vagninum og gengum inn í hópinn. Einn af kunningjum föður míns, sem þar var staddur, vatt sér að honum og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.