Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 10

Skírnir - 01.04.1920, Side 10
€8 Vizka hefndarinnar. [SkirnÍF Eftir þetta var lostið upp merki, og mannfjöldinn þusti af stað, og var horfinn á svipstundu. En líkami svertingjans hélt áfram að brenna. Þegar lögreglan kom á staðinn, var ekki eftir nema sviðin beinagrind. Það var ekki fyr en þeir lutu niður að lélegri fatahrúgu, að þeir gátu sanngreint fórnardýrið. — — — Biskup þagnaði og strauk hendinni snögt yfir auguni eins og til að flæma burt skuggann af svo hryllilegri bernskuminning. Þá sagði lögmaður, um leið og hann rankaði við upp- tökunum að frásögn hans: — Það er ekki sennilegt, að nein af þessum börnum hafi gert sig sek í sa'ma glæpnum. Það er afar-sennilegt, að þessi atburður hafi orðið þeim langt of minnisstæður til þess. — Hann varð þeiin minnisstæður, svaraði biskup fljótt og rólega, eins og hann hefði búist við þessari ályktun. Það er einmitt sá hluti frásagnar minnar, sem eg á eftir.. Og hann hélt áfram máii sínu: — Það eru nú liðin um þrjátíu ár síðan eitthvert flókna8ta og illkynjaðasta samsæris-mál i glæpa-annálum þessa lands kom fyrir dómstólana i New-York — Þér eigið við Ben Lawson-illþýðið, greip lögmað- ur fram í. — Já, eg á við það. Þá hafið þér ekki verið fædd- ur. Jú, eg á við þetta. stóra, svarta, ósýnilega samsæris- félag, sem virtist hafa gert faránlegar og ástæðulausar ofsóknir gegn hvítum mönnum, konum og börnum að sínu eina markmiði. Þetta félag, sem leit út fyrir að hafa teygt hramm sinn út yfir gervöll rikin, og aldrei lét nein vegsummerki eftir sig önnur en svarta grímu yfir andlíti liksins. Og svo var foringinn hneptur. Eg var viðstadd- ur mestalla málsviðureignina. Ben Lawson var ungur svertingi úr minni sveit, sem eg hafði oft séð í æsku. Hann vissi, að hann var dauðadæmdur og hafði ekkert lengur að dylja. Hann sagði frá þessum sama atburði,. sem eg hefi lýst fyrir ykkur og lauk máli sínu á þessum,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.