Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 18

Skírnir - 01.04.1920, Side 18
96 Elías Lönnrcrt og Kalevala. [Skírnir Hvervetna. hefir þessum fornkvæðum verið tekið með fögn- uði og aðdáun og þeim verið skipað til sætis við hliðina á Hómersljóðum Grikkja og Eddukvæðum Islendinga. Ameríku skáldið Longfellow hefir notað þau sem fvrir- mynd, er hann orti »The Song of Iliawatha* út af þjóð- sögum rauðskinna og yrkir það meira að segja undir sama bragarhætti. Bragfræðilegt höfuðeinkenni þessara finsku fornkvæða er, að hver ljóðlína er í átta samstöfum með fjórum tvíliðum (trocheum). Finska nafnið á slíkum kvæð- um — y>runot«, fleirtala af »runo« —, er skylt okkar »rúnir«. Flutningur kvæðanna var með þeim hætti að tveir kváðust á; sátu kvæðamenn (runolainer) hvor and- spænis öðrum, héldust í hendur og réru fram og aftur eft- ir hljóðfalli söngsins. Var hér því um einskonar tvísöng að ræða. Sönglagið sjálft var í fimmskiftum deilduro • (töktum) og í fimmtónaröð (pentatonisk scala). Við hátíð- leg tækifæri var svo leikið undir á kantelu. Illjóðstafir i hverju vísuorði skapa Ijóðunum sérkennilegan hreim, sem hvergi ætti betur að geta náðst en á íslenzku. Auk þes8 einkennast ljóð þessi af hliðstæðum, þar sem saroa hugsunin er endurtekin í tveimur — stundura fleiri — vísuorðum, að eins með öðrum orðum. Hér hafði þá Lönnrot tekist að ganga svo frá þess- um merka og mikla hyrningarsteini finsku bókmentanna, sem allir máttu vel við una og hann sjálfur ekki sízt; enda hefir engin breyting verið gerð á Kalevala síðan er þessi seinni útgáfa birtist, svo oft sem hún þó hefir ver- ið útgefin rýnd og rannsökuð af hæfustu mönnum til þeirra hluta. Skal nú stuttlega rakið meginefni þessa finska forn- ljóðasafns. En áður en eg sný mér að því skal tekið fram til skilningsauka, að viðburðiruir sem kveðið er um, gerast aðallega í tveimur löndum, suðurlandinu, er nefnist Kalevala, og norðurlandinu Pohjóla.1). En milli þessara þ Lönnrot áleit, að Pohjóla væri það aem kallað er Bjarmaland i sögum vorum.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.