Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 26

Skírnir - 01.04.1920, Side 26
104 Elías Lönnrot og Kalevala. [Skírnir Hann naut þá líka óskorað ástar og virðingar allra læri- sveina sinna, þau átta ár sem hann skipaði þann sess. Alt kenslustarf hans miðaði í fremstu röð að því að samþýða finska tungu sem bezt allri hugsun nútímans og kenna námsmönnum að nota það í hverri grein. Þess vegna einskorðaði hann sig ekki við þær sérstöku fræði- greinar, sem hann var kallaður til að kenna, Hann vildi ná til sem allra flestra af háskólanámsmönnum með þjóð- leg áhrif sín. Hann heldur t. a. m. eitt árið fyrirlestra i grasafræði, sem hann var prýðilega að sér í, en tilgang- urinn var sá einn, að vekja athygli námsmanna á finsk- um grasa heitum. Hann þýðir á finska tungu sænska kenslubók í náttúrufræði, tii þess að sýna mönnum, hve öldungis óþarft sé þar að nota útlend vísindaleg nöfn á hlutunum. Finskan sjálf eigi þar gnóttir orða, en menn viti það ekki og gripi því til einatt verri orða útlendra. Einnig tekur hann lagamálið fyrir, og tekst á skömmum tíma að hafa mikil áhrif á það, hreinsandi og umbætandi. I þjóðernisbaráttunni, sem einmitt nú magnaðist ár frá ári, stóð Lönnrot í broddi fylkingar þeirra manna, sem heimtuðu finskuna svo sem menningartungu þjóðar- innar í stað sænskunnar, sem til þessa hafði þar ráðið lögum og lofum. í ræðu, sem hann flutti við afhjúpun eirlíkans hins mikla Portans árið I8ó4, farast honum orð á þessa leið: »Menningin er styrkasta stoð þjóðernisins,. en menning, sem mælir á framandi tungu, er dauðadæmd. Um samband þjóðernis og tungu hefir margt verið skráð og skrafað á nálægum tímum, en um þann hlut ætti sízt ágreiningur að eiga sér stað, að finskt þjóðei ni er nú a tímum blátt áfram óhugsandi án finskrar tungu«. En þótt Lönnrot léki alt í lyndi þar í höfuðborginni og menn bæru hann á höndum sér í öllu tilliti, þá kunni hann aldrei vel við sig þar. Hann þráði rósamt líf, þur sem ekkert glepur fyrir, til þess að geta gefið sig allan og óskiftan við vísindunum, en það fanst honum hann ekkx, geta í Helsingfors. Hann hafði árum saman verið að safna- til orðabókar hinnar finsku tungu, en fanst því verki miða.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.