Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 28

Skírnir - 01.04.1920, Page 28
106 Elías Lönnrot og Kalevala. [Skirnir hrædds alþýðufólks og las fyrir því sálma sína, til þess að fá vitneskju um livernig þeir féllu því í geð; og til athugasemda, sem gerðar voru af sliku fólki, tók hann feginsamlega alt tillit. Árið 1883 birtist sálmabók Lönn- rots á prenti innihaldandi 500 sálma; af þeim hafði hann sjálfur frumort eða þýtt 136, en marga hinna endursamið úr eldri sálmum og fullkomnað á ýmsa vegu. Sóknarkirkja Sammattíbúa var útkirkja, þar sem em- bættað var einu sinni, en stunduin tvisvar, á mánuði hverjum, en presturinn bjó í margra mílna fjarlægð í höf- uðsókninni. Þetta fyrirkomulag var Lönnrot ekki að skapi og fanst honum Sammattíbúar vera ærið afskiftir með þe8su lagi á tíðaflutningi. Þegar það nú ekki fékst, sem farið var fram á, að þangað væri skipaður sérstakur prestur, þá sótti hann, læknirinn og þjóðfræðafrömuður- inn, um leyfi dómkapítulans í Ábo til þess sjálfur að mega flytja guðsþjónustu í Saramatti-kii kju þá helgidagaua, sem prests væri ekki von þangað. Var það leyfi ekki torsótt hjá dómkapítulanum og notaði hann það trúlega meðan á þurfti að lialda, og þurfti ekki að kvarta yfir slæmri kirkjusókn. Þó var ræðuflutningurinn oftar í því fólginn að lesa upp ræðu úr prentaðri postillu en frurasamda, þótt það kæmi lika fyrir. En þetta varð til þess að kirkju- stjórnin heyrði bænir Sammattibúa um sérstakan sóknar- prest og lagði Lönnrot þá niður »prestskapinn«. Heilsuhraustur var Elías Lönnrot alla æfi, og áttu ferðalög hans á yngri árum ekki minstan þátt í því og afar óbreyttir lifnaðarhættir. Hann var göngugarpur hinn mesti, sundmaður ágætur og skíðamaður með afbrigðum góður. Hafði þetta komið sér vel eins og æfi hans var háttað fram yfir fimtugt. Tæplega áttræður var hann enn frár til göngu sem fimtugur væri. Þá fór hann fótgang- andi margar dagleiðir norður til Kajana »til þess að' lifa upp aftur gamlar endurminningar*. En hið sanna tilefni þeirrar ferðar var þó annað. Hanu hafði komist að því, að til stæði að halda 50 ára minningarhátíð finska bók- mentafélagsins og að sér mundi eiga að bjóða þangað. En

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.