Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 47

Skírnir - 01.04.1920, Page 47
SkirnirJ RáðningBstofur. 125 fé að greiða í fargjald, tryggingu, húsnæði og eldsneyti seœ hann kæmist af með færri stúlkur. því að alt þetta bafa þær ókeypis. Hann gæti og gert réttari áætlun um það hve raargar hann þarf, er hann vissi hvers hann mætti vænta af hverri, heldur en þegar hann veit það ekki og verður helzt að gera ráð fyrir því versta. Þeim stúlkum sem minna væri sózt eftir í síldarvinnu, vegna þess að þær hefðu reynst slakar þar, væri það bending um að leita sér annarar atvinnu, og þær gætu vel verið góðar við önnui' störf, þótt þessi létu þeim ekki Einn aðalkostur ráðningastofu með greinilegum skýrslum um hvern mann er þangað leitaði væri sá, að menn yrðu fremur en áður valdir í stöður eftir því hvaða starf þeim féti bezt og fengju þar með liærra kaup. Þarfir vinnu- veitenda geta verið svo ólíkar, að sami maður sé þeim mjög mismikils virði Bóndi t. d. sem þarf að gera túna- sléttur, mundi vilja borga hærra kaup manni sem væri góður við þær en meðalmaður við annað, heldur en ann- ftr bóndi sem ekkert ynni að túnasléttum mundi vilja greiða honum Því almennara sem ráðningastofur yrðu notaðar, því meir mundu þær stuðla að því, að hver ynni þar sem hann væri arðbærastur sjálfum sér og öðrum. Um þá sem sækja um atvinnu í einhverri grein, sem þeir hafa ekki stundað áður, mundi farið eftir hinum al- ttfennu atriðum á skírteini þeirra, aldri, líkamsburðum, . heilsufari, ástundun o. s. frv. og svo einkunnum i þeim störfum er líkust væru því sem um væri sótt. En í sam- bandi við ráðningastofur verða vonandi í framtíðinni tæki til að prófa óreynda menn með aðferðum er geti veitt all- miklar líkur um það, hvort maður sé vel upplagður til einhvers starfa eða ekki, og eins hvort menn kunna það er þeir þykjast kunna, en um það skal eg ekki rita að þessu sinni. Allur fjöldi þeirra, sem létu ráðningastofu ráða sig, tQundu koma þangað sjálfir. Þar væri því hið bezta tækifæri til að gera margvíslegar athuganir. Mér finst 8jálfsagt, að ráðningastofa hefði fullkomin tæki til mann-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.