Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 50

Skírnir - 01.04.1920, Side 50
128 Um fatnað. [Skírnir þess að kaupa rándýra útlenda eða innlenda verksmiðju- dúka. Það er kominn tími til að bæta úr þessu. Nauðsynj- ar vorar eru fáar. Þær er þessar gömlu: húsnæði, föt og fæði, og auk þess góðar bækur að lesa. Ef Alþingi vort hugsaði meira um þessa fáu hluti, færi það betur að ráði sínu en það gerir. Til þess að gera sér ljósa grein fyrir þessu fatnaðar- máli, og sérstaklega, hver fatnaður er beztur, er nauðsyn- legt að lýsa efni fata og eiginlegleikum þess, dúkum og dúkagerð, flíkum og gerð þeirra. Alt er þetta nytsarour fróðleikur, en ekki skemtilestur fyrir alla. Það, sem hér fer á eftir, er mjög hið sama og læknaefnum er kent um fatnað á Háskólanum, og fá menn þá um leið sýnishorn af kenslunni þar. Efni fatadúka. Flest föt eru gerð úr dúkum, þó fleira sé til fatnaðar notað t. d. skinn og togleður. Dúkarnir eru aftur ýmist gerðir úr dýrahárum, jurtatrefjum eða silki. Með smásjár- eða efnarannsókn má auðveldlega sjá, um hver hár eða trefjar er að ræða. Af dýrahárum kemur einkum Tcindaull til greina. Ull- arhárin eru auðþekt á því í smásjá, að yfirborðið er úr smágerðu sköruðu hreistri (hreisturþekja), en eftir miðju hári gengur strengur úr teningslaga-þekjufrumum, sem er kallaður mergur. Ullarhárin eru mjög mismunandi að stærð og fleiru, eftir því hvar þau eru af skepnunni, en auk þess fer ullin mjög eftir því hvert kindakynið er. Islenzka ullin er tiltölulega grófgerð og togmikil, svo hún þykir lítt hæf í fíngerða dúka. Aftur er hún hlýrri en flest önnur ull. Nokkur ókostur er það á henni, að hún þófnar auðveldlegar en flest önnur ull. Þófnun liggur í því að ullarhár sem snúa sitt á hvað og núast sarnan, festast hvert við annað á þann hátt, að oddar hreistur- frumanna grípa hvorir í annan og innundir annan. Ull

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.