Skírnir - 01.04.1920, Síða 54
132 Um fatnað. [Skírnir
milli hára og þráða. Fatuaður er því að mestu leyti
gerður úr 1 o f t i.
Vatnssœlgni. Misjafnt er það hve auðveldlega dúkar
blotna og hve mjög þeir fyllast af vatni. Hið fyrra má
sjá á því, hve fljótt þeir sökkva, ef þeír eru lagðir í vatn.
Þreginn silkidúkur sekkur á 5 sekundum.
Þvegib hörléreft — - 6 —
— bómullarléreft — - 4 mínútum.
Þvegin ullareinskefta
(lómikil) ... — - 1 klst. 36 mín.
Silki og hördúkar blotna því afarfijótt, bómullardúkar
nokkru seinna, ull margfalt seinna. Þurkur eru
því ætíð gerðar úr hör eða bómull, aldrei úr uil. Ullar-
föt verða að sjálfsögðu síður gegndrepa en bómullarföt, ef
dúkagerðin er að öllu hin sama.
Ef vatn fylti allar holur í dúkum væri rúmmál þess
hið 8ama og rúmmál loftholanna. Svo mikið vatn helzt
í fæstum dúkum. Nokkur hluti þess sígur fljótt úr og
meiri eða minni hlutí liolanna fyllist aftur af lofti. I
lausundnum (handundnum) blautum dúkum er loftmagnið,
borið saman við loftmagn í þurrum dúicum:
Þur. Blaut (lausundin).
Ullareinskefta (flúnel) 92°/0 80°/o
Bómnllareinskefta 89— 72—
Ullarprjónles 83- 61-
Bómullarprjónles 83- 61—
Hörprjón 74- 31—
Þnnt léreft 52— 0
Vatnið hripar auðsjáanlega að mestu úr ullar og
bómullareinskeftu, einnig úr prjónadúkum, sem úr þeiæ
eru gerðir. Mestur hluti holanna er eftir
sem áður fyltur lofti. í hörprjóni fyllir vatn
rúman helming holanna, eníþunnu léreftiallur.
Hlýindi blautra dúka. Eftir því sem vatn fyliir meira
af holunum verða dúkarnir kaldari, og þess minna loft
getur gengið gegnum þá. Vér höfum áður getið þess hve
raki (rakavatn) spillir hlýindunum. Enn meir rýrna þau
er vatn sezt líka í holurnar milli trefja (millitrefjavatn),