Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 55

Skírnir - 01.04.1920, Page 55
Skirnir] Um fatnað. 133 og þráðanna (milliþráðavatn). Ef um jafnþykka dúka er að ræða og hlýindi þurs dúks er táknuð með 1, þá eru t. d. hlýindi blautrar, lausundinnar ullareinskeftu rúmlega en bómullarlérefts liðlega x/4." Þurkun dúka. Blautir dúkar þorna misfljótt, en þeir fyrst að öllu öðru jöfnu, sem lakast vindast, t. d. léreft. Til uppgufunarinnar gengur mikið hitamagn, og stafar þvi mikil kæling af blautum fötum. Viðloðun llautra duka. Eftirtektarvert er það, að blautir dúkar loða mjög misjafnt við hörund og annað slétt yfirborð. Þeir loða fastast, sem sléttastir eru, t. d. léreft. Ullardúkar loða lítt við, og veldur því loðnan á yfirborðinu, ójöfnur þess og stæling ullarháranna. Þessar- ar viðloðunai’ gætir einkum á nærfötum, t. d. lérefts- skyrtum. Slíkir dúkar, sem falla. þétt að hörundinu, stela miklum hita frá því og gera allar hreyfingar erfiðar. Þetta kannast allir við, sem gengið hafa í blautri léreftsskyrtu. Slitþol og styrkleiki dúka fer eftir efni þeirra og gerð. Ullardúkar eru venjulega. haldbeztir, en úr öllum dúka- efnum, sem hrein eru og ósvikin, má búa til haldgóð föt. Það eykur slitþolið til mikilla muna, ef þræðirnir i dúkn- ueq eru margfaldir, tvinnaðir eða þrinnaðir, hárin löng o. fl. Þvottur. Miklu skiftir það um fatadúka hve auð- velt er að þvo þá og hreinsa, og hve vel þeir þola suðu, sem er oft nauðsynleg til þess að drepa sóttkveikjur. Að þessu leyti er höi og bómull hvað hentust. Dúkar úr þessum efnum þola vel suðu og taka vel þvotti. Þeir eru því mjög notaðir i þurkur, línlök og ýmsan fatnað. UU Þ°br ilia suðu og þvott. Henni hættir til að þófna í heitu vatni, og þéttist þá dúkurinn og hleypur, þó nokkra bót megi ráða á þessu með sérstakri varúð við þvottinn. Telja má, að sléttir dúkar séu auðþvegnari en þeir, sem °jafnir eru og lómiklir. Óhreinindin loða fastar i þeim, °g tekur þetta ekki sízt til ullardúka, prjónles o. því 1.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.