Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 57

Skírnir - 01.04.1920, Page 57
Skírnir] Ijm fatnað. 135 mikil eftir veðarlaginu, slítþol sem mest; þvott og hreins- un þurfa föt að þola vel. Venjulega þarf loft og vatns- gufa að geta gengið auðveldlega gegn um þau, þó þurfa sumar flíkur að vera vindheldar og vatnsheldar. Þá varðar það að lokum miklu, að fötin séu sem léttust og liðugust að mögulegt er. Hlýindi fata. Þess er áður getið, að hlýindi dúka fari að mestu eftir loftmagni þeirra, þó nokkru skifti það og að dúkaefnin eru raishlý. Þá er og sjálfsagt að hlýindin aukast eftir því sem dúkurinn er þykkri. ííú þykir það af ýmsum ástæðum (liðleiki, hreinsun o. fl.j óhentugt, að gera fatadúka svo þykka að eitt lag sé nægi- lega skjólgott, og er þvi fatnaður venjulega gerður úr tveim flíkum gða fleirum, hverri utan á annari, en oft hver flík úr tveim dúkum eða fleirum (yfirborð, milli- fóður, fóður). Mörg lög af misþykkum dúkum skýla því oftast likamanum. Dúkamillibil. Ætla mætti að hlýindi fatanna væru nákvæmlega hin sömu og hlýindagildi allra dúkalaganna samanlögð, en svo er eigi. Þau eru mun meiri og auk- ast eftir því, sem lögin eru fleiri. Orsök þessa er sú, að dúkarnir í lögunum falla aldrei fyllilega hver að öðrum. Bæði er það, að stærð og lag flíkanna er aldrei svo hvað eftir öðru sniðið, að þær falli hrukkulaust saman, og svo er yfirborð dúkanna með ló og einlægum ójöfnum, sem valda því, að þunt loftlag verður milli allra d ú k a i dúkamillibilunum. í dúkamillibilunum kreyfist loftið treglega, bæði vegna þess hve þröng þau eru og dúkalóin hólfar þau i sundur í smáholur og hólf. Þykt dúkamillibilanna er ærið misjöfn, en gera má ráð fyrir, að hún sé sízt minni en dúkanna, og má af því ráða að þau auki hlýindin að góðum mun. Hlýindi fatnaðarins eru þá undir því komin hve fötin eru þykk, lögin mörg og loftmagnið mikið innan í þráð- unum, milli þeirra og í dúkamillibilunum, en miklu minnu skiftir það hver dúkaefnin eru, úr þvi loftið veldur mestu uin hlýindin. Af þessu má ráða, að lausofnir ullardúkar,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.