Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 62

Skírnir - 01.04.1920, Page 62
140 Um fatnaö. [Skírnir sem nokkuð þurfa að vinna, eru olíufötin sjálfsögðu hlífð- arfötin, enda ganga allir sjómenn í þeim. Það eitt eru ærin meðmæli. Sá ókostur fylgir togleðurs- og olíufötum, að þau eru svo loftheld, að hætta er á að svitinn guii treglega upp og klæðin undir þeim verði blaut. Þó ber lítið á þessu, ef hlifðarfötin eru vel víð, en svo eru olíuföt ætið. Ohreinkun fata. Flíkur óhreinkast mjög misjafnt eftir því hverjar eru. Sokkar eru orðnir jafnóhreinir (leistur- inn) eftir einn dag og skyrta eftir 3, og nærbuxur eftir 8. Þá er sá munur á nærfötum úr ull eða bómull (líni), að sveiti gengur mjög gegnum ullarfötin og öll óhreinindi frá lík- amanum dragast mjög út i þau, en miklu síður bómullar- föt. Hörundið helzt því tiltölulega hreint ef verið er í ullarnærfötum, eins og sjá má á Islendingum þó fæstir þeirra taki laugar, en óhreinindin sitja auðvitað i fötunuro og þarf því að skifta þeim alloft og þvo þau. Ohreinkun yfirklæða fer mjög eftir því að hvaða vinnu er gengið, en yfirleitt eru þau ekki þvegin og þola þvott illa. Að sjálfsögðu sezt i þau ryk og hverskonar óhreinindi, svo þetta er fjarri því að vera svo sem skyldi- Fyr eða síðar hljóta menn að krefjast þess, að ytri föt séu auðþvegin engu síður en nærföt, enda ekki hættulaust að láta allan skít og sóttkveikjur sitja i þeiw» að svo miklu leyti sem ekki má bursta hann úr. Að þessu hefir aðeins verið hugsað um útlit, hlýindi og slit- þol ytri fata, verð o. þvíl. Loðskinnsföt nota allar þjóðir að vetrinum, sem búa í köldum löndum, nema vér. Fornmenn notuðu þau mjög og það er tæpur mannsaldur síðan alþýða iagð1 þau algerlega niður til þess að gera. Hér er að ræða ur» skaðlega afturför og skammarlega, því loðskinn taka öu* um fatnaði fram að hlýindum og vér höfum nóg af þeim- Loftmagnið er meira en í nokkrum dúkum 95'—91%» loðnulagið þykt og afarhlýtt, en að utan tekur sjálft skinn- ið af allan súg, ef loðnan snýr inn. Skinnföt eru því bæðt

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.