Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1920, Side 68

Skírnir - 01.04.1920, Side 68
146 Um fatnað. [Skírnir helzt svo, að almenmngur ,rgeti gert þá úr innlendu efni. Það er erfitt fyrir oss að samrýma, alt þetta. Fyrst má þá nefna, að tréskór eru minna notaðir en skyldi. Þeir eru tiltölulega ódýrir og endast vel, ef þeir eru strax varðir með járni eða þvíl. Heitir eru þeir og vatnsheldir, venjulega vel lagaðir eftir fætinum. Þyngsl- unum venjast menn. Hvað beztir eru tréskór með yfir- leðri. Auðvitað henta ekki slíkir skór við alla vinnu, fjallgöngur, smalamensku og þvíl. En miklu meira mætti nota þá en gert er. Því miður eru þeir hvergi smíðaðir hér, en ekki virðist slikt smíði ofvaxið hverjum lagtæk- um manni. Ef tréskóm er slept, eru sterkir, útlendir vatns- leðurskór hvað beztir (verkamannaskór). Þeir eru auðvitað úr sútuðu leðri, en ófóðraðir. Það ætti að geta orðið heimilisiðnaður hér á vetrum að gera slíka skó, engu síður en í norsku sveitunum, og sútunarsmiðjur þyrftum vér að fá, svo bændur gætu látið súta leður sitt til skógerðar. Við þetta sparaðist leðrið stórum, því sút- að skinn endist miklu betui' en ósútað, og kynni almenn- ingur til skógerðar, þá væri auðvelt að gera við skó með útlendu sniði Þá þarf alþýða að læra að hirða slíka skó, bera á þá og þvíl. — Vatnsstíg\él úr góðu leðri verða hentugustu skórnir í slark og ferðalög, en vatns- heldar ytri buxur verða að ganga niður á þau, eða búa 8vo um á annan hátt, að vatn nái ekki að renna ofan í 8tígvé]in. Eflaust má og endurbæta íslenzku skó- gerðiria. Oumflýjanlegt yrði þó að súta skinnið. Sólana mætti gera úr leðri, og beygja það upp með fótjöðrunum, en sauma við rendur þess þynnra skinn (sauðskinn) sem hlífði ristinni upp að öklum. Komið gæti og til tals að festa (negla með sérstökum nöglum) slitsóla neðan á aðal- sólann. Norðmenn hafa skó af líkri gerð, sem endast vel. Lag og snið skófatnaðar er allajafna herfilegt. íslenzku skórnir ganga í odd að framan, og eru alls ekki sniðmr eftir fætinum. Ef þeir harðua, einkum leðurskór, beygja

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.