Skírnir - 01.04.1920, Side 80
158
Ritfregnir.
[Skírnir
stigið tekur yfir tilraunir til þess aS bæta skynbragð manna a
bókmentir og efla bókmentalíf þjóðarinnar; á þriðja stiginu tekur
við stjórnmálabaráttan.
Þegar frá er talin alþingisbókin, alþingistíðindi þeirra tíma,
sem fyrst kom út í Skálbolti árið 1696, er hið fyrsta rit í þessa
átt, blaða- og tfmaritaáttina, mánaðarrit það, sem M a g n ú s
K e t i 1 s s o u , sýslumaður í Dalasýslu, hóf að gefa út 1 Hrapprey
1773 (í októbermánuði) og hólt úti fram á árið 1776. Magnús
Ketilsson verður því að teljast fyrsti blaðamaður íslauds. Magnús
var ágætur maður, fjólvitur umbótamaður. Þetta mánaðarrit hans
kom út á dönsku og hét Islandsk Maaneds Tidende.
Margan hefir undiað á þv/, að jafnþjóðlegur og þjóöþarfur maður
sem Magnús var skyldi verða til þess að gefa slikt rit út á öðru
máli en móðurmáli sínu. En ef menn athuga, hvernig á stóð, þá
er þetta í rauninni ekki undarlegt, eða að minsta kosti afsakan-
legt. Þessi ár börðust sem sé beztu menn íslands fyrir því af al-
efli að losa um verzlunarhöftin; einn í þeim fiokki framarlega var
Magnús sýslumaðuí Ketilsson, enda ber mánaðarritið því ijósast
vitni, þótt auðvitað ýmislegt fleira en verzlunarmálið só efni þess.
Ritið hefir því meðfram eða jafnvel mestmegnis verið ætlað til
þess að hafa áhrif á dönsk stjórnarvöld eða Dani yfirleitt í verzl-
unarmálinu, en við þá var ekki unt að ræð* á íslenzku. Svipað
átti sór stað með öðrum þjóðum; t. d. gáfu D&nir út á 18. öld
slík rit, bæði á þýzku og frakknesku, eins og höf. tekur fram, og
verður þó ekki. séð, að þeim hafi verið nokkrar knýjandi ástæður
til þess, að minsta kosti ekki að hafa ritin á frakknesku.
Þá taka næst við rit lærdómslistafólagsins, ársrit, sem út komu
í 15 bindum á árunum 1781—1798. Aðalhlutverk félags þessa
var, að fræða landsmenn um hagnýt efui, enda hafa rit þess að
geyma margar ágætar ritgerðir í þá átt. Aðalmaðurinn . í þessu
félagi, sem hatði bækistöð sina í Kaupmannahöfn, var hinn nafn-
kunni ágætismaður, Jón Eiríksson, meðan hann lifði. En eftir
dauða hans dofnaði smám samati yfir félaginu, enda reis þá upp
sundrung með fólagsmönnum og fjárhagur þass var ekki hægur,
unz það lognaðist út af. En reitur þess gengu síðar til hins ís-
lertzka bókmentafélags, eftir að það var stofnað.
Það mun ekki ólíklegt, að sundrungin í lærdómslistafólaginu
sjálfu hafi að nokkuru Jeyti leitt til þess, að hór á landi var stofn-
að hið svo nefnda íslenzka landsuppfræðingarfélag. Það var árið
1794. Fyrir þvf stóðu helztu menn landsins. Hið bezta rit, sem