Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 81

Skírnir - 01.04.1920, Page 81
Skirnir] Ritfregnir. 159 þa5 gaf út, var Kvöldvökurnar, sem Hannes biskup Finnsson samdi. En tímarit, fróttarit, sem kallað var Minnisverð tíðindi, byrjaði fólagið að gefa út 1796, og var Magnús Stephensen, þá lögmaður, síðar justitiarius, ritstjóri þess og höfundur fyrst, en síðan Stefán amtmaður bróðir hans, og síðast Finnur Magnusson, síðar prófessor. Eftir dauða Hannesar biskups Finnssonar má telja, að Magnús Stephensen hafi orðið einvaldur í félaginu og jafnframt «m alla bókagerð á íslandi um BÍna daga, enda hafði hann alla œvi síðan umráð þeirrar einu prentsmiðju, sem hór var til. Magnús var ekki lítilvirkur í bókaútgáfu sinni, þótt ekki séu hór til tínd nánara rit hans; um hitt kunna að vera 3kiftar skoðanir, hvort hatm hafi gert meira gagn en ógagn með bókaútgafu sinni, og mætti um hana margt segja, og eins um manninn sjálfan, þótt það só ógert látið hór. Bar og Viðeyjarprentsmiðjan alla tíð, með atl hún stóð, minjar Magnúsar. Sunnahpósturinn, mánaðarrit, sem út kom þar árin 1835—1838, fetaði trúlega < fótspor Klaustur- PÓstsins, sem Magnús hafði gefið út. Svipað er að segja um fteykjavíkurpóstinn (1846—1849), þótt orðfæri raunar væri þar miklu betra. Þar á móti má telja Gest Vestfirðiug, sem síra Ólafur Sívertsen í Flatey og fleiri Breiðfirð’ngar gáfu út (1848 1855) allmerkt og fróðlegt tímarit. Það bezta, sem út kom á íslenzku, einnig i þessari grein eða með þessum hætti, var gefið út < Kaupmannahöfn. Þar starfaði b'ð islenzka bókmeirtafélag nalega eingöngu; það hélt fyrst úti tímariti, sem nefnt var Sagnablöðiu, og þar eftir kallað Sldrnir. I’ar gaf Baldvin Einarssoir og Þorgeir Guðmundsson ut Armarrn á alþingi. Fjölnir, Ný félagsrit og Norðurfari, alt hin ágætustu rit, b^ert < sinni röð, voru öll gefin út < Kaupmannahöfn. En hið fyrsta fréttablað, sem út kemur hór á landt, er Þjóð- úlfur, og er fyrsta tölublað hans dagsett 5. nóv. 1848, og fyrsti ritstjóri hans Sveinbjörn Hallgrlmsson, síðast prestur < Glæsibæ (d- 1863). Var Þjóðólfur lengi höfuðblað landsins, og blöð, sem stofnuð voru í Reykjavík, sumpart til höfuðs Þjóðólfi, dóu öll, jafnvel þótt góð væru, eins og t. d. Islendingur (1860 1863), eitt hið bezta blað, sem kontið heflr út á íslenzku, alt til þess er Björn Jónsson stofnaði ísafold og tókst að halda velli. Öllu þessu er mjög hlutdrægnislaust og liðlega lýst í ritinu. Jafnframt er ritið eins rækilegt og nákvæmt og vér eigum að venj- agt um rit frá hendi þessa höf., jafnan vitnað til heimildarrita og

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.