Skírnir - 01.01.1933, Síða 7
Kenning Bergsons um trúarbrögðin.
Eftir Guðm. Finnbogason.
Árið, sem leið, kom út bók eftir Henri Bergson, franska
heimspekinginn fræga, og heitir Les deux sources de la
morale et de la religion (Hinar tvær uppsprettur siðfræði
og trúarbragða), París (346 bls.). Hefir hún sem vænta
TOátti vakið mikla athygli, enda er hún merkileg. Hún er
kórónan á hinu frumlega heimspekikerfi Bergsons, en það
or fyrst og fremst grundvallað á sálarfræði og líffræði.
Hann beitir nú skoðunarháttum þeim, er hann hefir skap-
•að sér í þessum greinum, til þess að skýra upptök og eðli
siðfræði og trúar, og kenningar hans um þau efni verða
því ekki skýrðar og metnar til fulls nema í sambandi við
heimspeki hans alla. Það er því með hálfum huga, að eg
ræðst í að segja nokkuð frá kenningum hans um trúar-
hrögðin, því að hér er ekki rúm til að skýra heimspeki
'hans i heild sinni, og eg verð því að reyna að setja skoð-
anir hans í þessu efni þannig fram, að þær skiljist nokk-
urn veginn án sambandsins við heimspeki hans. Slíkur út-
dráttur verður eins og svipur hjá sjón, og eg get ekki
heldur vikið að því, hvaða áhrif það hefði á mannlífið, ef
•nenn lærðu að hagnýta sér þær bendingar, er Bergson
gefur víðsvegar í þessari bók sinni. Engu að síður vona
eS. að það, sem hér verður sagt, geti vakið menn til íhug-
unar og orðið til þess, að þeir, sem um það eru færir, lesi
bókina sjálfa.
Þegar Iitið er yfir trúarbrögð ýmsra þjóða á ýmsum
hmum og hvernig þau eru enn, sérstaklega hjá frumstæð-
1