Skírnir - 01.01.1933, Side 9
Skírnir]
Kenning Bergsons um trúarbrögðin.
3
sig fyrir, er það, sem hefir veruleikablæ, virðist reynsla.
Hugarburðir hjátrúarinnar hafa þennan veruleikablæ. Hún
getur haldið hugsuninni i skefjum. Og þar með væri bend-
ing um að trúarbrögð, sem írá voru sjónarmiði virðast hjá-
trú, hefðu komið fram til þess að afstýra því að hugsunin
færi lengra en hollt var, og þá skiljum vér jafnframt að
hjátrú á sér aðeins stað hjá skynsemi gæddum verum.
Það er saga um konu, sem bjó uppi á efra lofti í
gistihúsi, ætlaði ofan og gekk út að lyftunni. Grindin að
lyftuganginum var opin. Og þar sem hún venjulega var
ekki opin, nema þegar lyftan hafði numið staðar á þessu
lofti, hélt konan auðvitað, að lyftan stæði þarna, og flýtti
sér að komast í hana. En þá fannst henni sér skyndilega
hrundið aftur. Maðurinn, sem stýrði lyftunni, hafði birzt
henni og hrundið henni inn á loftið. Þá rankaði hún við
sér og sá undrandi, að þarna var hvorki lyftustjórinn né
lyftan. Hún hafði verið komin rétt að því að steypa sér
ofan í ganginn. Lyftan var i ólagi, og því hafði grindin
opnazt. Ofsjónin hafði bjargað lífi hennar.
Skýringin er að líkindum þessi: Konan hafði dregið
rétta ályktun af réttri athugun. Grindin var opin og lyftan
átti því að réttu lagi að vera þarna. Konan gat ekki leið-
rétt sig, nema hún hefði athugað að lyftugangurinn var
tómur, en nú var hún að stíga skrefið út í ganginn, svo
að athugunin hefði orðið of sein til bjargar. En þá hafði
hin dýpri vitund konunnar komið til sögunnar. Hún hafði
skynjað hættuna, kastað konunni aftur á augabragði og um
leið vakið upp mynd lyftustjórans, til þess að koma betur
fram þessari óvæntu hreyfingu og skýra hana.
Maðurinn er félagsvera. Hann verður að lifa í félagi
annara manna, enda er samlífshvötin honum í eðlið borin.
En sú hvöt er ekki svo sterk, að hún nægi til þess að
binda menn svo fast við heildina, að þeir skilyrðislaust
fórni sér fyrir hagsmuni hennar eins og einstaklingarnir
gera í maura- eða býflugnafélögum, sem stjórnast af eðlis-
hvötum einum. Maðurinn er gæddur skynseminni, hugsunar-
gáfunni. Það er hún, sem finnur upp nýtt, en hver nýjung
1*