Skírnir - 01.01.1933, Side 10
4 Kenning Bergsons um trúarbrögðin. [Skirnir
getur raskað jafnvægi mannfélags að meira eða minna
leyti. Meðan mannfélag er á lágu stigi, er flest bundið
venjum, sem einstaklingurinn megnar sjaldan að rjúfa. En
skynsemin leitar á, og til að halda henni í hæfilegum
skefjum, svo að félagsjafnvægið raskist ekki um of, hafa
trúarbrögðin komið til sögunnar. Þegar menn skunduðu
þangað, sem skynsemin sýndi opna leið, burt frá boðorð-
um mannfélagsins, birtist vörðurinn í dyrunum, stundum í
líki einhvers guðs, sem trúað var á, og hratt þeim aftur,
likt og lyftuvörðurinn konunni.
Frá þessu sjónarmiði eru trúarbrögðin varnarráðstöf-
un náttúrunnar til þess að koma i veg fyrir að skynsemin
verði til þess að rjúfa mannfélagsböndin.
En hvernig eru þá þessir guðir til komnir, sem banna,
vara menn við og refsa þeim? Þeir hafa varla í fyrstu
verið fullkomin persónugerving, þó að þeir verði það, þeg-
ar goðsagnirnar þróast. Gáum að. Mundi barn, sem rekur
sig á borð og slær það aftur, hugsa sér borðið sem per-
sónu? Varla. En þarna er vísir til persónu, athöfnin sjálf,
höggið, sem borðið gaf, virðist eitthvað persónulegt, bak
við það er borðið, sem sló, eins og bak við oddinn á vopn-
inu, sem stefnt er að oss, er armurinn, og bak við arminn
maðurinn, sem beinir vopninu. Þegar vér sjáum letrað á
spjald: »Aðgangur bannaður!«, þá er það bannið sjálft, sem
vér fáum fyrst meðvitund um. Á bak við það, í skuggan-
um, er óljós grunur um lögregluna. Líkt er um önnur bönn
mannfélagsins. Guðinn, sem stendur bak við, kemur ekki
í ljós fyrr en persónugervingin hefir náð að þróast.
Vér höfum nú séð fyrsta hlutverk trúarbragðanna, er
snertir beint viðhald félagslífsins sjálfs. Lítum svo á hitt,
að hvaða gagni þau koma einstaklingunum og þar með
óbeinlínis mannfélaginu.
Dýrin virðast ekki sjá dauða sinn fyrir. Að visu gera
sum þeirra greinarmun á dauðu og lifandi, en þau geta
naumast haft neina almenna hugmynd um dauðann. Þegar
dýr látast vera dauð, til að komast undan árás óvina sinna,
þá er það ekki annað en að þau liggja hreyfingarlaus, til