Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 11
Skirnir]
Kenning Bergsons um trúarbrögðin.
5
þess að vekja ekki athygli á sér. Sögur eru um það, að
dýr hafi fyrirfarið sér sjálf, en þótt þær væru sannar, þá er
sitt hvað að gera það, sem leiðir til dauða, og hitt, að sjá
í huga sér hvað á eftir muni koma. En mennirnir vita, að
þeir eiga einhvern tíma að deyja og.sú hugsun er í sjálfu
sér lamandi fyrir lífsáhugann. Það bætir þó nokkuð úr
skák, að flestum er hulið, hvenær þeir eiga að deyja. En
til að vega á móti vissunni um það, að einhvern tíma á
maður að deyja, kemur trúin á framhald lífsins eftir dauð-
ann. Frá þessu sjónarmiði er trúin uarnarráðstöfun náttúr-
unnar gegn uissu þeirri, er skynsemin gefur oss um að uér
uerðum að deyja.
Hvernig hafa menn þá hugsað sér framhald lífsins?
Hvað var það, sem lifði áfram? Þar hefir hugsunin að lík-
indum fyrst haldið sér við hina sýnilegu mynd líkamans
sjálfs. Villimaður, er sér mynd sína í tjörninni, sem hann
stendur við, mundi halda að hún væri eins konar hjúpur
af yfirborði líkama hans og gæti því á svipstundu birzt
annarstaðar, þyngdarlaus líkami, er losnað gæti frá hinum
áþreifanlega líkama. Auðvitað er útaf fyrir sig engin ástæða
til að hugsa sér að þessi mynd lifi áfram, en fyrir þann,
sem trúði því að maðurinn lifði áfram á einhvern hátt, var
þessi mynd líklegri til þess en hinn áþreifanlegi líkami,
sem verður hreyfingarlaus, rotnar og leysist upp, þegar
maður deyr. Myndin gat hafa farið eitthvað burt. Sú trú„
að maðurinn lifi áfram sem eins konar skuggamynd eða.
vofa hefir því verið mjög almenn og er ekki óeðlileg, og;
líklega upprunalegri en hugmyndin um öndina sem lifs-
magn líkamans, en hún er auðvitað sprottin af hugsuninni
um andardráttinn. Reyndar var þessi vofa ekki líkleg til
að hafa í sjálfri sér kraft til að verka á mannlífið, en þar
kemur nú til hjálpar hugmyndin um kraft, sem búi í gjör-
vallri náttúrunni og felist í hlutum og lifandi verum. Sumir
halda að þessi kraftur sé lífskrafturinn og innsta eðli sálar-
innar. Aðrir að sálin eins og hver annar hlutur geti dregið
þennan kraft til sin eftir þörfum. Með þeim hætti verður
þá sálin eins konar skuggamynd, sem hefir mátt til að