Skírnir - 01.01.1933, Side 12
6
Kenning Bergsons um trúarbrögðin.
[Skírnir
hafa áhrif á það, sem gerist í mannlífinu. En hér við bæt-
ist nú trúin á ýmsa anda í ríki náttúrunnar, eins og síðar
skal vikið að. Þessir andar hefðu ekki fengið eins mann-
legan svip og þeir hafa, ef menn hefðu ekki áður hugsað
sér sálina í mannlegri mynd. Þar hefir hvað verkað á ann-
að. Sálirnar hafa komizt í félag þessara anda og menn
vænta sér því líks af hinum framliðnu og af öndunum.
Þeir verða þá persónur, sem taka verður tillit til. Þeir geta
hjálpað. Þeir ráða að nokkru leyti yfir náttúruöflunum, sól
og regni. Menn reyna að kaupa sér vináttu þeirra og forð-
ast að styggja þá, og hugsa til þess óteljandi ráð, færa
þeim fórnir o. s. frv. Þegar komið er inn á þessa braut,
eru engin takmörk fyrir þeirri heimsku, sem menn geta
fundið upp á. Og hjá mannfélögum, sem um langt skeið
taka litlum framförum í menningu, geta hindurvitnin auk-
izt og margfaldazt við allskonar tilviljun.
Frá sjónarmiði skynseminnar hefir lífið sífellda óvissu
í för með sér. Maðurinn hugsar sinn veg, en reynslan
kennir honum, að ófyrirsjáanleg atvik geta hamlað fram-
kvæmd hans. Dýrið lifir öruggt í líðandi stund. Sé bráðin
við, stekkur það á hana. Liggi það i leyni og bíði eftir
bráð sinni, fyllir eftirvæntingin allan huga þess og fær
beina framrás í stökkinu, þegar bráðin kemur. En villi-
maðurinn, sem skýtur ör af boga, veit að það er óvíst,
hvort hún hittir eða ekki. Og lik óvissa er um árangurinn
af fjölmörgum athöfnum vorum. En þá kemur fram trúin
á öfl, sem geta hjálpað til, þegar maðurinn hefir gert það,
sem í hans valdi stendur. Auðvitað segir þá skynsemin, að
«ins geti verið til andstæð öfl, en lífið er í eðli sínu bjart-
sýnt og hallast því að jafnaði heldur að því, sem gæti
bjargað. Frú þessu sjónarmiði eru trúarhugmyndirnar varn-
arráðstöfun náttúrunnar gegn þeirri óvissu, sem skynsemin
vekur um góðan árangur athafna vorra.
Hver sem vill getur sjálfur komizt að raun um, hvern-
ig hjátrúin sprettur af viljanum til að ná marki sínu. Legg'
ið fjárhæð á tiltekna tölu kúlnaspilsins og bíðið þangað til
kúlan fer að nálgast töluna, sem þér hafið valið. Höndin