Skírnir - 01.01.1933, Síða 13
Skírnir]
Kenning Bergsons um trúarbrögðin.
7
hreyfir sig þá ósjálfrátt eins og til að ýta eftir kúlunni, ef
'hún virðist ekki ætla nógu langt, eða banda á móti henni,
■ef hún ætlar of langt. Viljinn leitar þarna út og reynir að
íylla bilið milli ákvörðunar sinnar og árangursins, sem
hann bíður eftir, og bægja þannig tilviljuninni á braut.
Iðkið nú þetta hættuspil og venjið yður af þessum hreyf-
ingum. Þá kemur í staðinn trúin á happið, sem verður
eins konar erindreki viljans, þar sem hann nær ekki til.
Happið er ekki fullgerð persóna, en hefir nógu mikið af
eðli hennar til þess að þér treystið því. Og ef vér hugs-
um oss langa þróun, getur það orðið verndargoð, sem
heitið er á til sigurs.
Menn hafa á öllum öldum helzt gripið til dularfullra
orsaka, þar sem einhver tilgangur virtist koma fram í við-
burðum náttúrunnar, t. d. þegar steinn losnar úr kletti í
stormi og hrapar í höfuð manni. Jafnvel villimaður mundi
láta sér skiljast, að steinninn hefði verið Iaus og vindurinn
feykt honum, en það, sem honum finnst þurfa að skýra, er
að steinninn hitti einmitt þennan mann á þessari stund, og
það er ekkert heimskuleg hugsun, að orsökin þurfi að vera
jafn mikilvæg og afieiðingin. Lík er hugsun þess, sem spil-
ur hættuspil. Hann veit, að hjólið gengur eftir eðlilegum
lögum, en hann hefir sjálfur kosið sér tölu og lagt á hættu
og honum finnst að álíka mikilvæg öfl hljóti að ráða úr-
slitunum, hvort heldur er happ eða óhapp. í stríðinu mikla
reyndust hermennirnir hræddari við byssukúlur en fall-
byssuskotin, sem þó voru miklu hættulegri. Það var af
íþvi að mönnum finnst sem byssunum sé miðað á sig, en
■að það sé tilviljun, óhapp, þegar fallbyssuskot, sem ekki
er miðað á neinn sérstakan, hittir einhvern tiltekinn mann.
Tilviljun er vélrænn atburður, sem er eins og hann hefði
einhvern tilgang. Vísindalegur hugsunarháttur hefir vanið
oss af að sjá tilgang í slíkum atburðum, svo ekki er eftir
annað en eins konar form eða skuggi af tilgangi í tilvilj-
uninni. En vér getum fundið hið upprunalega viðhorf, ef
vér gleymum því, sem vér höfuin lært, og reynum ekki
■að skýra. Þá kemur í ljós, að vér gerum hálfgildings per-