Skírnir - 01.01.1933, Síða 14
8
Kenning Bergsons um trúarbrögðin.
[Skírnir
sónu úr atburðinum. Og sama verður reyndin, þegar vér
stöndum andspænis náttúruöflum, sem vér getum ekkert
við ráðið, svo sem landskjálfta, flóði eða eldgosi. Það er
gömul kenning, að trúin á guði sé sprottin af óttanum,.
sem slíkir viðburðir vekja:
Primus in orbe deos fecit timor.
(Fyrstur á jörðunni framleiddi guðina óttinn.)
Nokkuð kann að vera hæft í því, en trúin er þó frenr-
ur andsvar við óttanum en ótti, og hún hefir ekki undir
eins verið trú á guði. William James, hinn ágæli sálar-
fræðingur, var í landskjálftunum í Kaliforníu i apríl 1906,.
þegar mikill hluti af borginni San Francisco hrundi í rústir..
Hann hefir lýst því af mikilli snilld. James segir:
»Svo að kalla síðasta kveðjan, sem eg fékk, þegar eg
lagði af stað frá Harvard til Stanford háskóla síðastliðinn
desember, var það að gamall vinur minn B. frá Kaliforniu
sagði: »Eg vona, að þeir láti þig finna ofurlítinn snert af
landskjálfta meðan þú ert þarna, svo að þú getir líka kynnzt
þeirri kalifornisku stofnun.«
Þegar eg svo lá vakandi um kl. hálfsex morguninm
18. april í hinni litlu íbúð minni í Stanford háskólahverf-
inu og fann að rúmið fór að rugga, þá var fyrsta meðvit-
und mín fólgin i því, að eg kannaðist glaður við, hvaða
hreyfing þetta var. »Hana nú,« sagði eg við sjálfan mig,.
»þarna kemur þá gamli landskjálltinn hans B.« Og þegar
hann fór vaxandi, sagði eg: »Það er líka allra vænsti
landskjálfti.«
Eg reis ósjálfrátt upp á hnén, en kastaðist á grúfu, er
landskjálftinn varð öflugri og skók herbergið alveg eins og
rottuhundur rottu. Þá hrapaði allt, sem á annað var sett,.
niður á gólfið, skrifborð og dragkista skullu með braki,
þegar hviðan náði hámarki sínu; kalkloftið sprakk, ægileg-
ar drunur virtust fylla loftið úti fyrir, og á svipstundu var
allt orðið kyrrt aftur, nema að þýð suða af mannsröddum
fjær og nær barst brátt að eyrum, er fólkið meira og minna
íáklætt leitaði úr húsunum út á götuna, þar sem öruggara.