Skírnir - 01.01.1933, Side 15
Skirnir] Kenning Bergsons um trúarbrögðin. 9''
var, og lét eftir hinni sterku þörf sinni til að tala hlýlega
hver við annan.
Mér skilst, að Lickstöðin hafi sagt að landskjálftinn
hafi staðið 48 sekúndur. Mér fannst hann vera um það
bil, þó að eg hafi heyrt aðra segja, að þeim fyndist hann
lengri. Hjá mér var skynjun og geðshræring svo sterk, að
engin hugsun og engar hugleiðingar eða vilji komst að þá
stuttu stund, sem atburðurinn tók.
Geðshræringin var eingöngu fólgin i kæti ogaðdáun;,
kæti yfir því, að svo sérgreiní hugtak eða orð sem »land-
skjálfti« gæti orðið svona lifandi, þegar það snerist í áþreif-
anlegan veruleik og sannreynd; og aðdáun að þvi, að þetta
veika smáhýsi skyldi geta haldizt saman þrátt fyrir annan
eins skakstur. Eg fann ekki agnarögn til ótta; það var
hreinn unaður og fögnuður.
»Haldi hann áfram,« lá mér við að kalla hátt, »og
herði hann sig!«
Eg hljóp inn í herbergið til konunnar minnar og komst
að raun um, að hún. hafði ekki heldur orðið neitt hrædd,.
þó að hún vaknaði af værum blundi. Mjög fáir allra þeirra,.
er eg spurði, höfðu kennt nokkurs ótta meðan landskjálft-
inn stóð yfir, þó að mörgum hnykkti við, þegar þeim varð
Ijóst, hve nauðulega þeir komust undan bókaskápum og
reykháfsmúrsteinum, er hrundu ofan í rúmin og á koddana
þeirra augnabliki eftir að þeir yfirgáfu þau.
Jafnskjótt og eg gat hugsað, sá eg í endurminning-
unni, að meðvitund mín hafði með nokkuð einkennilegum
hætti tekið á móti þessum viðburði. Þessi háttur var mér
alveg ósjálfráður og, ef svo má að orði kveða, óhjákvæmi-
legur og ómótstæðilegur.
Fyrst var það, að eg persónaði landskjálftann, gerði
úr honum varanlega sjálfstæða veru. Hann var landskjálft-
inn, sem B. vinur minn hafði spáð um. Hann hafði Iegið
niðri og biðið alla mánuðina, sem liðnir voru frá því eg
fór að heiman, til þess að ráðast inn í herbergi mitt þenn-
an ljómandi aprílmorgun og vera þá að sama skapi magn-
aður og sigri hrósandi. Hann kom ennfremur beint til mín*