Skírnir - 01.01.1933, Síða 16
10 Kenning Bergsons um trúarbrögðin. [Skirnir
Hann læddist inn að baki mér, og þegar hann var einu
: sinni kominn inn í herbergið, hafði hann mig alveg á sínu
valdi og gat komið svo íram að eg sannfærðist. Aldrei
hefir verið meiri hugur og ásetningur í nokkurri mannlegri
athöfn, og aldrei hefir nokkur mannleg athöfn borið það
greinilegar með sér, að hún ætti upptök sín og upphaf í
lifandi veru.
Allir, sem eg spurði um þetta, voru sammála um þetta
atriði reynslu sinnar. »Hann sýndi ásetning«, »Hann var
níðangalegur«, »Hann ætlaði sér að eyðileggja«, »Hann
vildi sýna mátt sinn«, o. s. frv. Mér vildi hann aðeins sýna
til fullnustu hvað fólgið væri í nafninu hans. En hvað var
þessi »hann«? Frá sjónarmiði sumra var hann, að því er
virtist, eins konar fítonskraftur; frá mínu sjónarmiði var
hann sjálfstök vera, sem sé landskjálftinn hans B. Ein per-
sóna, sem eg spurði um þetta, hafði skýrt það svo, að
'kominn væri heimsendir og hinn efsti dómur að byrja.
Það var kona í gistihúsi í San Francisco; henni datt ekki
'í hug, að þetta væri landskjálfti, fyrr en hún var komin út
á götu og einhver hafði skýrt það fyrir henni. Hún sagði
mér, að hin guðfræðilega skýring hefði orðið til þess að
hún varð ekkert hrædd og tók skjálftanum með ró.
Þegar þensla jarðskorpunnar er orðin svo mikil, að
hún springur og jarðlögin falla í nýtt jafnvægi, þá er frá
■ sjónarmiði »vísindanna« landskjálfti ekki annað en samheiii
allra brestanna, skjálftanna og rasksins. Allt þetta er land-
skjálftinn. En frá mínu sjónarmiði var landskjálftinn orsök
rasksins og það varð ekki hjá því komizt að skynja, að
þarna var lifandi vera að verki. Það var svo átakanlega
sannfærandi, að ekki varð rönd við reist.
Eg skil nú betur en áður, hve óhjákvæmilegar hinar
fornu goðfræðilegu skýringar á slíkum byltingum náttúr-
unnar voru og hve síðari tíma skoðunarhættir, sem vís-
indin venja oss á, eru óeðlilegir og öfugir við ósjálfráðan
■ skynjunarhátt vorn. Ófróðir menn gátu blátt áfram ekki
thugsað sér landskjálfta öðru vísi en yfirnáttúrlega aðvörun