Skírnir - 01.01.1933, Side 17
■SkirnirJ Kenning Bergsons um trúarbrögðin. 11
eða refsing.« (William James. Memories and Studies. Lond-
on 1912, bls. 209—214.)
Lýsing James sýnir ágætavel hvernig viðburðurinn
sjálfur, landskjálftinn, virðist þrunginn af lífi og vilja, og
•að einmitt þetta gefur honum kumpánalegan blæ, sem at-
'hyglin beinist að, svo að óttinn kemst ekki upp. Þó að
ihann sé »níðangalegur«, verður að taka hann eins og hann
■er, og maður skilur hann með nokkrum hætti. Þessi ósjálf-
ráði skoðunarháttur er því gagnlegri, þegar svona stendur
á, en hinn náttúrufræðilegi skilningur mundi vera, því að
ekkert er eins ægilegt og að gera sér ljóst að maður er
leiksoppur í hendi blindra náttúruafla.
Litum svo á töfrana. Tökum t. d. villimann, sem vill
drepa fjarstaddan óvin. Hann er reiður. Hugsunin um fjand-
manninn fær vald yfir honum, hann lætur eins og hann sé
að kyrkja hann. Hann veit að vísu, að hann getur það ekki
með því einu, en hann hefir gert það, sem í hans valdi
stendur, og beinir óskinni um að það hrífi til tilverunnar
sjálfrar. En þá verður hún að vera gædd afli, sem getur
látið að óskum manna. Nú höfum vér séð, að líf og vilji
virðist birtast í viðburðunum sjálfum, og þá er ekki óeðli-
legt að í hlutunum búi leyndur kraftur, líkamlegur og and-
Iegur í senn, sem mennirnir geti látið hlýða sér, með því
að gefa honum bending um vilja sinn. Aðferðir og þulur
töframannsins eru ekki annað en form, sem hann hefir um
hönd til þess að spara sér að fara í þann ham, sem upp-
runalega var sprottinn af geðshræringu, eins og tilburðir
reiða villimannsins, sem lét eins og hann væri að drepa
■óvin sinn. Töframaðurinn getur t. d. með köldu blóði farið
með mynd eða eitthvað sem táknar manninn, sem hann
vill bana, eins og hún væri hann sjálfur. Það er líkt og að
leikarinn verður í fyrstu að komast í viðeigandi skap til
að leika hlutverk sitt, en getur siðar leikið það með köldu
blóði. Af þessum toga er spunnin sú kenning, að »Iíkt
orkar liku«.
Gerum ráð fyrir, að töframaður væri beðinn að
koma af stað regni í þurkatið. Ef hann legði allan hug