Skírnir - 01.01.1933, Side 20
14 Kenning Bergsons um trúarbrögðin. [Skírnir
hafsins, Hades undirheims. Þá voru og stjörnur, sól og
tungl dýrkaðar. Mjög er það misjafnt, hve skýrt persónu-
mót hver guðinn fær. Það fer eftir því hve föstum tökum'
ímyndunin hefir náð á hverjum þeirra. Hæfileikinn til að
skapa persónur og sjá þær skýrt fyrir hugarsjónum sínum
kemur stundum skýrt fram hjá börnum, er tala við ímynd-
aður persónur og vita hvað þær segja um hitt og þetta,.
gefa þeim nöfn o. s. frv. En skýrast kemur þessi gáfa fram
hjá skáldunum. Bergson heldur að hún sé upphaflega kom-
in fram af nauðsyn trúarinnar (sbr. samlíkinguna um lyftu-
vörðinn), en þegar hún var komin fram, var eðlilegt að
henni væri beitt í leik til yndis, i skáldskap o. s. frv.
En hvernig á nú að samrýma það að menn trúðu á
guðina, þó að þeir sæju hvernig gamlir guðir fellu úr gildf
og nýir komu í staðinn, og jafnvel nýdánir menn voru
teknir í guðatölu, svo sem rómversku keisararnir? Það
hefði varla getað átt sér stað, ef tilveru guðanna hefðr
verið eins háttað og hluta, sem menn sjá og þreifa á. Menn
munu hafa fundið, að þótt nauðsyn væri að trúa á ein-
hvern guð, þá var hitt undir sjálfum manni komið, hvernig
maður hugsaði sér guð sinn, og að því gæti hver maður
hallazt að þeirri útgáfunni, sem honum fell bezt. Bak við
fjölgyðistrúna er þá falin eingyðistrú. En menn reyndu
ekki að rýna goðsagnirnar sem sögulegan sannleik. Þær
eru ekki orðnar til í þarfir þekkingarinnar, heldur í þarfir
athafnanna. Og þegar menn undrast hvernig vitrir menn
hafi getað trúað þeim barnaskap og fjarstæðum, er koma^
fram í mörgum goðsögnum, þá er það líkt og menn furð-
uðu sig á og hlæju að tilburðum sundmannsins, af því að
þeir gleymdu að þessar hreyfingar eru miðaðar við vatnið,.
sem hann flýtur í, mótstöðu þess, strauminn í vatninu
o. s. frv. og verða fyrst skiljanlegur í því sambandi.
Trúin styrkir og agar. Til þess þarf daglega iðkun eins
og við heræfingar, er búa hermennina undir það að'
standa sig vel á hættustundinni. Þess vegna eru engin
trúarbrögð án trúarsiða. Trúarhugmyndirnar eru aðaltilefni
þessara helgisiða, en þeir hafa aftur áhrif á trúna og.