Skírnir - 01.01.1933, Page 21
Skírnir] Kenning Bergsons um trúarbrögðin. 15'
styrkja hana: séu guðir til, verður að dýrka þá, en séu
guðir dýrkaðir, þá er það af því að þeir eru til! Þetta
samband milli guðs og guðsdýrkunar gerir að trúarsann-
indin verða ekki mæld á alveg sama mælikvarða og vís-
indaleg sannindi og gerir þau að nokkru leyti bundnari
við manninn.
Á æðsta stigi trúarinnar getur bœnin verið án orða. í
heiðnum trúarbrögðum fékk bænin að jafnaði fast form, og
var talið áríðandi að hún væri flutt nákvæmlega með öli-
um réttum tilburðum. Því var nauðsyn að fela það sér-
stökum mönnum, prestum.
Blót hefir eflaust upphaflega verið til þess gert að
kaupa sér fylgi guðanna eða afstýra reiði þeirra. Því meira
virði sem fórnin var, því áhrifameiri var hún, og því er
skiljanlegt, að mannblót voru síðasta ráðið. En dýrafórnir
sýna líka trúna á kraft blóðsins. Blótveizlur halda menn
að hafi verið skoðaðar sem sameiginlegar máltíðir guða
og manna og átt að veita guðunum styrk til að hjálpa^
mönnunum.
Trúarbrögð fornmanna voru ofin saman við alla menn-
ingu þeirra, skáldskap og listir, og fékk styrk frá þeim engu
minni eða heldur meiri en hún veitti þeim. Sum trúarbrögð
hafa staðið í sambandi við heimspeki, en heimspeki og
trúarbrögð hafa þó að miklu leyti haldizt aðgreind, og þar
sem þau hafa blandazt saman hafa þó einkenni hvers.
þáttarins komið fram; trúin stefnir að athöfn, heimspeki
að hugsun.
Skilgreining þeirra trúarbragða, er vér nú höfum at- -
hugað og kalla mætti hin eðlilegu trúarbrögð, verður þái
að lokum á þessa leið:
Trúarbrögðin eru varnarráðstöfun náttúrunnar gegn
þvi að hugsunin verði til þess að lama lifsþrótt einstakl-
ingsins og rjúfa bönd mannfélagsins.
En nú munu menn spyrja: Eru þá trúarbrögðin ekki
annað en þetta? Eru þau ekki annað en skröksýnir og
æfintýri, sem vér ósjálfrátt höfum til þess að halda oss í i