Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 22
16 Kenning Bergsons um trúarbrögðin. [Skírnir
skefjum og halda uppi hugrekkinu? Eiga trúarbrögðin sér
ekki dýpri og hreinni uppsprettu en hjátrúin, þó að þau
vitanlega á öllum öldum hafi blandazt ýmis konar hjátrú?
Getur maðurinn ekki í raun og veru kornizt í samband
við sannan guð, uppsprettu lífsins, og fengið þaðan allan
þann styrk, sem hann þarf til þess að lifa öruggur, þrátt
fyrir alla óvissu og böl, sem hugsunin og reynslan segir
oss að lífið hafi í för með sér?
Bergson er sannfærður um, að trúin á sér líka þessa
æðri uppsprettu. Eftir kenningu hans er lifið eins konar
skapandi og vitandi orkustraumur. Hjá dýrunum er það
aðallega eðlisvísan í þjónustu þarfanna. Hjá mönnunum er
það fyrst og fremst gáfa til að greina, hugsa og álykta.
Hún nýtur sín bezt við að skýra fyrirbrigði efnisheimsins
og hefir mótazt af viðureigninni. við hann. Hún finnur upp
öll verkfæri og vélar og skilur bezt það sem vélrænt er.
Hún er gáfan, sem maðurinn þarf að svo miklu leyti sem
hann er smiður, og hún greinir hann því bezt frá dýrun-
um. En umhverfis þetta vit smiðsins er Ijósbaugur eða
skíma, sem bregður birtu yfir eðli, stefnu og hneigðir lífs-
ins sjálfs, eins konar innsæi, sem á hæsta stigi sínu setur
manninn í samband við uppsprettu lífsins — guð. Frá
þessari uppsprettu getur hann þá fengið kraft og ljós til
stórra og frjórra verka, orðið verkfæri skapanda kærleika
guðs. Á þetta bendir reynsla hinna miklu dulspekinga á
ýmsum tímum, og þeir hafa haft áhrif á hin arfteknu trúar-
brögð, blásið nýju og æðra lífi í hin stirðnuðu trúarkerfi.
Almenningur hefir að vísu ekki verið fær um að veita
boðskapnum, sem falinn var í orðum þeirra og verkum,
fulla móttöku. En þegar þeir töluðu, bergmálaði eitthvað
af orðum þeirra í brjóstum manna, eins og rnikið og frum-
legt listaverk, sem vér að vísu ekki skiljum, en lætur oss
þó finna, að smekkur vor hefir hingað til verið óþroskaður.
Arftekna trúin hefir þannig smám saman fengið nýjan blæ
og viðhorf, og þó að það, sem hún hefir tekið eftir þess-
um mönnum, hafi stundum um skeið verið sem dauður
bókstafur, þá hefir hann fengið líf og anda, þegar einhver