Skírnir - 01.01.1933, Page 25
Skírnir] Kenning Bergsons um trúarbrögðin. 19
laun. Hún finnur, að hún hefir mikið misst; hún veit ekki
enn, að það var til þess að vinna allt. Slík er »hin dimma
nótt«, sem dulspekingarnir miklu hafa talað um og er ef
til vill hið merkilegasta og að minnsta kosti hið lærdóms-
ríkasta í hinni kristnu dulspeki. Það er undirbúningurinn
undir lokaþáttinn, sem einkennir hina miklu dularreynslu.
Ekki er unnt að sundurliða þennan fullnaðar undirbúning,
með því að dulspekingarnir sjálfir hafa naumlega getað
greint, hvernig honum er háttað. Segjum aðeins, að vél
úr ægilega sterku stáli, gerð til þess að þola óvenjulega
áreynslu, mundi efalaust vera í líku ástandi, ef hún hefði
sjálfsvitund, þegar verið væri að setja hana saman. Hlut-
ar hennar væru hver af öðrum þrautreyndir, sumum væri
hafnað og aðrir settir i staðinn, og hún fynndi, að hér og
þar vantaði eitthvað og að alstaðar væri sársauki. En
þegar þessi sársauki á yfirborðinu dýpkaði, hyrfi hann fyrir
eftirvæntingu og von um að verða aðdáanlegt verkfærí.
Sál dulspekingsins vill verða slíkt værkfæri. Hún losar sig
við allt það i fari sínu, sem ekki er nógu hreint, sterkt og
þjált til þess að guð noti hana. Hún hefir þegar fundið
návist guðs, hún hefir þótzt skynja hann í táknsýnum,
hún hefir jafnvel sameinazt honum i leiðslu; en ekkert af
öllu þessu var varanlegt, af því að það var ekki annað
en hugskoðun: athöfnin leiddi sálina aftur til sjálfrar sín
og sleit hana þannig úr sambandinu við guð. Nú er það
guð, sem starfar með henni, í henni; einingin er alger og
þar með fullnuð. Þá vekja orð eins og vél og verkfæri
hugmyndir, sem bezt er að sneiða hjá. Það mátti nota þau
til þess að gefa hugmynd um undirbúningsstarfið. Vér lær-
um ekkert af þeim um niðurstöðuna. Hún er sú, að héðan
af er sálin gædd lífsgnótt. Það er óumræðileg lyfting. Það
er ómótstæðilegt afl, sem knýr hana til stórfeldra fram-
kvæmda. Allar gáfur hennar magnast rólega, svo að hún
verður víðsýn og máttug í framkvæmdum, hve veik sem
hún er. Fyrst og fremst lítur hún blátt áfram á allt, og
þessi einfaldleiki einkennir jafnt orð hennar sem athafnir
og leiðir hana gegnum flækjur, sem hún virðist jafnvel
2*