Skírnir - 01.01.1933, Síða 27
Skírnir] Kenning Bergsons um trúarbrögðin. 21
tilfinning, önnur óæðri en vitið og ekki annað en geðs-
hræring, er fylgir hugmynd, og hin, sem er vitinu æðri,
fer á undan hugmyndinni og er meira en hugmynd, en
gæti orðið að hugmyndum, ef hún vildi, líkamslaus sál, er
gæti tekið á sig likama. Hvað er fremur smið, hvað ber
meira vott um kunnáttu en hljómkviða (sonata) eftir
Beethoven? En alla tið meðan tónskáldið vann að tón-
smíðinni í huga sér, raðaði tónunum, breytti til og valdi,
varð hann að hefja sig þangað sem hann fann játun eða
neitun, stefnuna, innblásturinn; þar bjó hin óskifta tilfinning.
sem vitið að vísu hjálpaði til að fá framrás i tónverki, en
sjálf var meira en tónverk og meira en vit. Hún var undir
valdi viljans, í mótsetningu við þá tilfinningu, er fylgir
hugmyndunum. Til þess að miða við hana, varð listamað-
urinn í hvert sinn að reyna á sig, eins og augað, sem
reynir að sjá stjörnu, er jafnskjótt hverfur í náttmyrkrið.
Svona tilfinning líkist eflaust, þó að munurinn sé mikill,
hinum háleita kærleika, sem dulspekingurinn hyggur vera
sjálft eðli guðs. Að minnsta kosti verður heimspekingurinn
að hugsa um hana, þegar hann reynir að koma sem bezt
orðum að því, sem felst í innsæi dulspekingsins.
Heimspekingurinn er ef til vill ekki tónlistarmaður, en
venjulega er hann rithöfundur, og ef hann gerir sér grein
fyrir hugarástandi sínu, þegar hann er að semja eitthvað,
getur það hjálpað honum til að skilja, hvernig kærleikur-
inn, sem dulspekingarnir telja sjálft eðli guðdómsins, getur
verið persóna og skapandi afl í senn. Hann heldur sér
venjulega á sviði hugtakanna og orðanna, þegar hann er
að rita. Mannfélagið hefir fengið honum hugmyndir, sem
fyrirrennarar hans hafa unnið úr og geymdar eru í málinu,
og þessar hugmyndir tengir hann saman á nýjan hátt,
eftir að hann hefir að nokkru leyti sniðið þær upp, svo
að þær fari vel í sambandinu. Árangur þessarar aðferðar
verður misjafnlega fullnægjandi, en allt af verður einhver
árangur og á takmörkuðum tíma. Slíkt verk getur hins
vegar verið frumlegt og skarplegt, oft orðið til þess að
auðga mannlega hugsun. En það verður ekki annað en