Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 28
22
Kenning Bergsons um trúarbrögðin.
[Skirnir
aukning á árstekjunum; mannvitið heldur áfram að lifa á
sðmu sjóðum, sömu verðmætum. En nú er til önnur að-
ferð við að semja, metnaðarmeiri, óvissari og ekki unnt
að segja hvenær hún tekst, eða jafnvel hvort hún tekst.
Hún er fólgin í því, að hefja sig af sviði hugmyndanna og
algengra skoðana í þá hæð sálarinnnar, sem sköpunar-
þörfin á upptök sín í. Ef til vill hefir hugurinn ekki nema
einu sinni á æfinni fundið þessa þörf fullkomlega þar sem
hún býr, en hún er þarna allt af, sérkennileg tilfinning,
hræring eða hvöt, vakin af sjálfum grunni hlutanna. Til
þess að hlýða henni algerlega yrði að smíða orð, skapa
hugmyndir, en slíkt væri ekki að gera sig öðrum skiljan-
legan, það væri ekki að rita. Rithöfundurinn reynir nú
samt að framkvæma það, sem óframkvæmanlegt er. Hann
leitar uppi þessa einföldu tilfinningu, form, sem á að skapa
sér efni, og með hana snýr hann sér að hugmyndum, sem
fyrir eru, orðum, sem til eru áður, í stuttu máli að því,
sem menn þegar hafa sniðið úr veruleikanum. Alla leiðina
finnur hann, að hún skýrist við það að fá sér tákn, fá sér
smátt og smátt búning. En hvernig á að láta það, sem í
henni býr og hefir sitt sérstæða eðli, koma fram í orðum,
sem áður hafa sína merkingu? Til þess verður að sveigja
orðin til, þröngva efninu. Og þó verður sigurinn aldrei
vís; rithöfundurinn spyr sig hverja stund, hvort honum
takist að ná markinu; hvert sinn er honum tekst eitthvert
atriðið, þakkar hann það tilviljun, eins og maður, sem legg-
ur stund á orðaleik, gæti þakkað orðum, sem verða á
vegi hans, að þau urðu honum að leik. En ef rithöfundin-
um tekst þetta, þá hefir hann auðgað mannkynið hugsun,
sem getur fengið nýjan svip með hverri nýrri kynslóð, það
er stofnfé, sem getur borið ótakmarkaðan arð, en ekki fjár-
hæð til að eyða þegar í stað. Þannig eru þessar tvær að-
ferðir við að semja rit. Þær útiloka að vísu ekki hvor
aðra alveg, en á þeim er þó róttækur munur. Heimspek-
ingurinn ætti að íhuga síðari aðferðina, myndina, sem hún
getur gefið af því, hvernig formið skapar sér efni, til þess