Skírnir - 01.01.1933, Page 30
Undirrót og eðli ástarinnar.
Eftir dr. Björgu C. Þorlákson.
Ýmsum mun nú ef til vill þykja það vera að bera í
bakkafullan lækinn að fara að rita um jafn algengt fyrir-
brigði og ástina — því fáir munu þeir vera, að ekki þekki
þeir þessa kennd af eigin reynslu fyrr eða síðar á æfinni,.
og stundum meir að segja oftar en einu sinni —. Og hver
getur tekið skáldsögu sér í hönd, án þess að finna þar
meir eða minna róttækar lýsingar á því, hvernig karlar og
konur andæfast við þessari kennd, hver og einn samkvæmt
sínu eigin einstaklingseðli — að svo miklu leyti sem höf-
undurinn hefir skynjað slíkt og skilið. Að ég ekki nefni
Ijóðskáldin, meðal þeirra eigum við ýmsa mæta menn, sem
samið hafa mjög svo sæmileg ástaljóð.
En áður ég fari fleirum orðum um ástina, eins og
hún kemur fram í skáldskapnum, einkum í bundnu máli,
verð ég að gera stuttlega grein fyrir undirrót allrar ást-
hneigðar, og fyrir því á hvern hátt ástin er svo að segja
staðbundin við ýms likamskerfi, og þar af leiðandi bæði
fjölþœtt og mjög mismunandi ad gildi fyrir þá persónu,
sem ber hana í brjósti.
Og þarna kom hugtak, sem þarf skýringar við, nefni-
lega likamskerfi. Líkami vor — og allra dýra — er sem
sé gerður úr nokkurnveginn sérhæfðum og sjálfstæðum
starfskerfum og hvert kerfi úr fjölda starfsþátta, þó öll eigi
þau sameiginlega yfirstjórn í heilanum. Starfskerfi þessi
eru: Meltingarkerfið þ. e. a. s. innýflakerfið með kirtlum þeim,
sem að meltingunni starfa, lifur og brisi — og þar til heyrir