Skírnir - 01.01.1933, Page 31
Skirnir]
Undirrót og eðli ástarinnar.
25,
meltingarkerfi munnsins ásamt skynviti smekksins. — Eðlis-
hvöt þessa kerfis er að melta og ekki er það gætt nein-
um magnkirtlum, sem hafi áhrif út fyrir landmörk kerfisins..
Þá er hreyfikerfið: til þess teljast útvöðvar allir og taugar
þeirra ásamt beinagrindinni. Markmið þessa kerfis er að
annast um allar hreyfingar, og eðlishvöt þess er hreyfi-
hvöt. Þriðja líkamskerfið er frjókerfið. Markmið þess er tvi-
þœtt, í fyrsta lagi að framleiða frjó — egg og sáðla, og í:
öðru lagi að hafa víðtæk, mér liggur við að segja altœk
áhrif á öll hin starfskerfi hvers einstaklings meðal hinna
þroskamestu hryggdýra. Verða þessi áhrif utan landamerkja
sjálfs frjókerfis fyrir þá sök, að frjókerfið er gætt magn-
kirtlum, sem fyrir fjarhrif beina orku sinni i ýmsar áttir. Og
meðal manna getur vilji einstaklings hvers miklu um ráðið í
hverja átt magnorka þessi beinist. En tilraunir hafa borið vitnh
um, að það eru magnkirtlar frjókerfis, sem hafa þessi tvenrn
störf með höndum í senn: í fyrsta lagi framleiðslu frjóanna,
og í öðru lagi áhrifin á líkamskerfin. Og hafa tilraunirnar
sýnt, að þessi tvenn störf vega salt á þann hátt, að því
meiri orka sem fer til frjóframleiðslu, því minni orka verð-
ur afgangs til frjálsrar atbeiningar að störfum annara starfs-
kerfa, — og á hinn bóginn, því minni orka sem nýtist til
frjóframleiðslu, því meiri orka verður aflögum til annara
starfskerfa.
Þetta voru nú þrjú hin helztu starfskerfi líkamans. En
auk þeirra eigum við skynkerfi sjónar, heymar, ilms og
smekks, og eru það allt fjölþætt starfskerfi innan vébanda
heilans, með hvert sitt skyntækið, er nema sérhæfð áhrif
frá umhverfinu. Og loks eigum við mennirnir sérstæð starfs-
kerfi í sjálfum heila vorum, sem nefna mætti vitkerfi heil-
ans. Eru það ýms heilasvið, sérhæfð að frumugerð og tauga-
gerð, og gegna því sérhæfðum störfum, án þess að virðast
vera verulega starfsbundin, hvorki við likamskerfin né sjálf
skynkerfin. Og hafa magnkirtlar frjókerfis hin mestu áhrif
á þroska og störf þessara skynkerfa, einkum þó vitkerf-
anna, og eru meiri og róttækari áhrifin hjá manninum en
hjá nokkru hinna ferfættu eða tvifættu dýra. Hjá mannin-