Skírnir - 01.01.1933, Side 32
'26
Undirrót og eðli ástarinnar.
[Skírnir
um geta svo áhrif þessi orðið gagnkvæm — á þann hátt,
að vitkerfi og skynkerfi eigi sinn þátt í því, hvort magn-
kirtlar frjókerfis ástvirkist eða ekki, svo sem síðar skal frá
greint. Og þegar hjá þroskamiklum hryggdýrum geta þessi
gagnkvæmu áhrif komið í ljós.
Þessi útúrdúr var nauðsynlegur til þess að gera mönn-
um kleift að skilja betur en áður efni það, sem ég hef
valið að gera grein fyrir hér, nefnilega undirrót og eðli
ástarinnar; en hvorttveggja er fjölþætt og mismunandi eftir
því hverjir höfuðþœttir verða ráðandi sem undirrót ástar.
Ýmsar tilraunir, sem ég síðar mun nánar víkja að, hafa
leitt í ljós, að hin frumstæðasta þeirra kennda, sem til ást-
ar telst, er eigi annað en eðlishvöt — starfshvöt — sú, sem
frjókerfinu er meðfædd frá uþþhafi vega sinna, á sama hátt
og hreyfihvöt er eðlishvöt sú, sem hreyfikerfinu er með-
fædd. En þessi frumstæða eðlishvöt frjókerfis er einungis
háð magnkirtlum og starfsþáttum þessa kerfis, en hvorki
skynkerfum né vitkerfum heilans, og er því sanni sam-
kvæmt að segja, að ástin sé i upphafi vega sinna aðeins
háð sjálfu frjókerfinu, og þá algerlega frumstceð eðlishvöt.
Kannast allir við dæmi þessa alfrumstæða þáttar ástar hjá
. skeþnum, sem ófrjálsar lifa, t. d. nautgriþum og sauðkind-
um. Hjá frjálsum dýrum þar á móti kemur þegar í ljós
annar þáttur ástkenndarinnar, þáttur, sem orðinn er skyn-
háður og skynrœnn og bendir á, að dýrin séu orðin all-
vönd í valinu að maka sínum. Og um leið kemur þá oft
í ljós lengri eða skemmri tryggð milli þeirra dýra, er sam-
an hafa valizt. Dæmi um þennan þroska ástkenndar eru
alkunn frá hundum, köttum og fuglum. Ég hefi þekkt dæmi
um læðu, sem hélt æfilangri tryggð við sama högnann, og
voru þó sitt á hverjum bæ, og leit hún aldrei við öðrum
högnum, þó þá bæri að garði. Og það er alkunnugt um
fugla, t. d. starra, svölur og storka, að sama þarið kemur
í sama hreiðrið ár eftir ár. Og franskur náttúrufræð-
ingur, Hachet-Souþlet, segir frá því, að hann hafi átt
hund, sem var svo vandur að valinu, að hann leit ekki við
nema snjóhvítum tíkum. Og sennilega er það athugaleysi